Miðvikudagur, 12. apríl 2017
Samfylkingin og LSD
Samfylkingin var um aldamótin LSD vinstrimanna, lang-stærsti-draumurinn. Núna keppir flokkurinn um fylgi við óstofnaðan sósíalistaflokk. Fyrrum formaður flokksins segir sósíalista og Samfylkinguna berjast fyrir sömu hugsjón.
LSD leiddi Samfylkinguna í vegferð innistæðulausra loforða um að allt yrði með öðrum brag á Íslandi ef það yrði ESB-ríki. Óstofnaður sósíalistaflokkur boðar líka lausn á öllum vandamálum.
LSD er ekki stjórnmál heldur leit að algleymi. Vinstrimenn eru dáldið þannig.
Styrki frekar Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algleymi er upphaf og endir vinstrimanna; útópían sem er alltaf rétt utan seilingar - það sorglega er er að þeir munu aldrei öðlast þessa æðstu sælu því það er enginn friður innra með þeim.
Ragnhildur Kolka, 12.4.2017 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.