Sósíalisti á flótta undan launþegum

Sósíalistinn Gunnar Smári yfirgefur launþegana á Fréttablaðinu kauplausa en með stór áform um að stofna Sósíalistaflokk.

Það er ekki nóg að reyna að hafa áhrif á umræðuna, við verðum að umbreyta upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. Það er ekki nóg að benda á hversu spillt valda­stétt­in er og hvernig hún fær­ir eig­ur al­menn­ings til sín og sinna, við verðum að taka völd­in af þessu fólki.

Segir Gunnar Smári, stoltur sósíalisti á flótta frá launþegum sem hann borgaði ekki kaup.


mbl.is Skip­stjór­inn frá á ög­ur­stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Stefnir hann ennþá á ESB?

Jón Þórhallsson, 7.4.2017 kl. 11:03

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Gunnar Smari er ekki launagreiðandinn. Er það ekki Fréttatíminn ehf?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.4.2017 kl. 13:08

3 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki svona ábyrgðarfullur maður einmitt góður kandídat í pólitík?yell

Hrossabrestur, 7.4.2017 kl. 14:48

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt ekki sé allt gott sem gamalt er og eftirfarandi dæmi væri sjaldgæft, neituðu skipstjórar fyrri aldar að fara í róður fyrr en útgerðin hefði gert upp laun undirmanna sinna, þótt sjálfir hefðu fengið sín.  

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2017 kl. 15:22

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar Smári hefur oft bent á það sem honum finnst rangt í þessu brenglaða samfélagi á Íslandi, og ekki vanþörf á.

Stundum finnst mér hann hafa rangt fyrir sér, og stundum (líklega oftar) rétt fyrir sér. Þannig er með alla mannlega einstaklinga og öll mannanna verk.

Hver blekkti Gunnar Smára í þetta Fréttatíma blaðadæmi? Grunar engum neinn um þá græsku?

Blekkingarmeistari sem þykist svo vera það "klár" valdmisbeitingar svikari að geta kennt Gunnari Smára um allt? Þykist þar að auki "meiri" og "betri", með því að senda svo híandi og múgæst skrílslið á þann blekkta? Ekki göfugmannlega gert að misbeita þannig valdi sínu og fjárhagsyfirburðum á bak við tjöldin. Nota fólk, og kenna því svo um allt mögulegt, þegar þeim er sparkað út eftir svikin?

Er ekki rétt að dusta rykið af fræðslunni um hvernig valdakerfisins svikaeineltið er raunverulega skipulagt og framkvæmt á Íslandi og víðar?

Er ekki tímabært að kynna fyrir blekktum almenningi, raunverulega þýðingu orðsins: EINELTISHRINGURINN? Og líka merkingu orðsins fjölmiðlalæsi?

Ekki vantar okkur háskólanna þekkinguna á Íslandi, til að geta opinberað þessi félagslegu eineltissálfræðinnar kúgunarfræði valdakerfisins?

Hvað vantar í yfirvaldsins upplýsingarnar og fræðsluna fyrir samfélagið á Íslandi? Vantar að losna við hættulega, hótandi og kúgandi forstjóra og embættisyfirmenn ýmissa opinberra stofnana, banka og skóla?

Svo restin fái að njóta sín sem siðferðislega heilbrigðar manneskjur í samfélagi siðmenntaðra gilda í öllum ólíkra og breyskra manna stöðum? Án opinbers valdakerfiseineltis, bankarána, eignamissis og mannorðsmorða, sem enginn kærir sig raunverulega um að sjá samfélagsnáunga sína lenda í.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2017 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband