Þeim var ég verst...

Eftirfarandi er úr Laxdælu þegar söguhetjan Guðrún Ósvífursdóttir gerir upp ástarmál sín á gamals aldri í samtali við son sinn.

Þá mælti Bolli: "Muntu segja mér það móðir að mér er forvitni á að vita? Hverjum hefir þú manni mest unnt?"
Guðrún svarar: "Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur en engi var maður gervilegri en Bolli og albetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu."
Þá segir Bolli: "Skil eg þetta gerla hvað þú segir mér frá því hversu hverjum var farið bænda þinna en hitt verður enn ekki sagt hverjum þú unnir mest. Þarftu nú ekki að leyna því lengur."
Guðrún svarar: "Fast skorar þú þetta sonur minn," segir Guðrún, "en ef eg skal það nokkurum segja þá mun eg þig helst velja til þess."
Bolli bað hana svo gera.

Þá mælti Guðrún: "Þeim var eg verst er eg unni mest."

Ekkert torskilið þarna. En til að skilja svarið þarf að lesa söguna. Og kannski það hamli helst ungum íslenskum nemendum. Þeir lesa ekki nóg. 


mbl.is Fornsögur vinsælli hjá erlendum nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Að vörum bar hún Bolla,

en samt hún skellti skolla-

eyrum við

ómi unga hjartans,

er eitt sinn sló til Kjartans.

Það sló og sló,

en dó.

Og þó.

(Útvarp Matthildur)

Aztec, 6.4.2017 kl. 18:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þórarinn Eldjárn, strax búinn að taka flugið!

Ómar Ragnarsson, 7.4.2017 kl. 00:52

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Lesendur kannast vonandi við þetta:

                                    Ævisaga

Ég er afkomanid hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall

   nei nei

Wilhelm Emilsson, 7.4.2017 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband