Benedikt ráðherrabrandari

Fjármálaráðherra er efni í brandara erlendra viðskiptablaðamanna. Íslenska krónan þarf álíka mikið á festingu að halda og þorskur þarf reiðhljól, skrifa þeir.

Benedikt ráðherra lagði til 1. apríl, af öllum dögum, að krónan yrði fest við annað tveggja evru eða pund.

Þegar Benedikt stofnaði Viðreisn var krónan of veik, sagði hann. Núna er hún of sterk, að dómi ráðherra.

Önnur tillaga Benedikts er að tengja krónuna við meðaltal nokkurra gjaldmiðla, svokallað myntráð. Óráð, segir stórvesír alþjóðlegra fjármála, Mohamed A. El-Erian.

Hvað er til ráða fyrir Benedikt? Jú, kannski að tileinka sér það innsæi að á meðan allir heimsins gjaldmiðlar fljóta sé ekkert sniðugt að festa krónuna við neinn þeirra. Nema, auðvitað, að fjármálaráðherra óski sér að krónan sökkvi.


mbl.is „Þurfa gengisfestingu eins og þorskur þarf hjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband