Þriðjudagur, 4. apríl 2017
ESB styður blóðbað í Sýrlandi
Evrópusambandið vill ekki frið í Sýrlandi. Forgangsverkefni ESB er að skipta um ríkisstjórn í Damaskus, bola Assad forseta frá völdum.
Assad sigraði tvennar síðustu kosningar í Sýrlandi. En ESB þykist vita betur en sýrlenska þjóðin hvernig skuli haga málum.
Bandaríkjamenn undir forystu Trump telja ekki lengur forgangsmál að Assad fari frá völdum. Stríðsþreyta gerir vart við sig í Washington eftir misheppnuð afskipti af málefnum Sýrlands, Írak og Líbýu sem öll eru í heljargreipum ofbeldis og stríðsátaka. Brussel skilur ekkert enn.
Froða úr munni barnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Assad sigrar í öllum kosningum enda er hann "sómakær augnlæknir" sem hlýtur að hafa skrifað undir Hippókratesar eiðstafinn.
Hörður Þormar, 4.4.2017 kl. 22:14
Vegna þess að ESB sé á móti Assad, á það að vera ESB að kenna að Assad skuli fremja stríðsglæpi á eigin þjóð? Talsmenn Trump kenna hins vegar Obama um þessa stríðsglæpi!
Dásamlegt, að afhjúpa illvirki ESB og Obama á sama degi!
Síðan stendur að Assad hafi "sigrað kosningarnar." Það þýðir samkvæmt íslenskri málvenju að kosningarnar biðu ósigur fyrir Assad.
Ómar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.