Þriðjudagur, 4. apríl 2017
Persónulegir hagsmunir þingmanna
Eflaust er Hugarafl góður og þarfur félagasskapur. En það er margur félagsskapurinn í samfélaginu, góðu heilli, og vinna þjóðþrifaverk á mörgum sviðum mannlífsins.
Þingmenn ættu að varast að persónugera þau mál sem þeir fjalla um. Þingmenn eru kjörnir til að vinna að almannahagsmunum en ekki sérgreindra.
Píratar keyra þá pólitík að almannahagsmunir standi ofar sérhagsmunum. En þegar kemur að þeim sjálfum fatast þeim flugið. Eins og dæmin sanna.
Þetta er algjör svívirða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að það skuli vekja furðu þegar þingmaður sem í málflutningi sínum hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál skuli vera samkvæmur þeirri sannfæringu þegar á reynir, segir kannski meira um þá vegferð sem íslensk stjórnmál hafa allt of lengi verið á, frekar en um þann tiltekna þingmann.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2017 kl. 15:57
Varast að persónugera málin, sagði Páll. Ekki hætta að berjast fyrir þeim. Fólk hefur nefnilega tilhneigingu til þess að álykta að málið SÉ persónulegt ef "ég" er nefndur á nafn þegar það er til umræðu.
Kolbrún Hilmars, 4.4.2017 kl. 16:30
Góð.
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2017 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.