Þriðjudagur, 4. apríl 2017
Pírati biður Ólaf auðmann að bjarga flokknum
Píratar loga stafnanna á milli vegna spillingarumræðu. Í borgarstjórn bera Píratar ábyrgð á því að veita alræmdasta auðmanni landsins, Ólafi Ólafssyni, fyrirgreiðslu sem skilar Ólafi milljörðum í hagnað. Þingmaður flokksins varð að láta af hendi niðurgreitt húsnæði sem hann þáði í gegnum eiginkonu sína.
Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata skrifar Ólafi Ólafssyni opið bréf þar sem hann biður Ólaf að bjarga flokknum frá spillingarumræðunni. Halldór var áður starfsmaður Ólafs hjá Kaupþingi og hagnaðist á hlutabréfaviðskiptum rétt fyrir hrun, að eigin sögn:
Ég fékk til dæmis hlutabréf í bankanum sem bónus jólin 2007 en seldi fáeinum mánuðum síðar...
Halldór biður Ólaf að stíga fram og hreinsa mannorð sitt til að Píratar geti haldið áfram að veita Ólafi og fyrirtækjum hans svigrúm að græða milljarða. Almenningsáltið er á móti Pírötum og Ólafi og þess vegna þarf að þykjast ,,einlægur." Til að viðskiptin nái fram að ganga.
Opið bréf Halldórs til Ólafs auðmanns sýnir svart á hvítu til hvers Píratar eru í pólitík: til að komast yfir völd og halda þeim. Og nú þarf, samkvæmt Halldóri pírata, smá ,,einlægni" til að lægja öldurnar.
Athugasemdir
Hvað er með þessa vinstrimenn? Fyrst fáum við "Kæri Jón" bréf Róberts Marshall og nú "..einlægi Óli". Má ekki gera kröfu um að þeir sem bjóða sig fram í þjónustu fyrir almenning hafi í það minnsta grips vit?
Ragnhildur Kolka, 4.4.2017 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.