Viðreisn tapar vegna Vinstri grænna og Brexit

Viðreisn varð til sem stjórnmálaflokkur af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi sem heimili ESB-sinna í röðum sjálfstæðismanna. Í öðru lagi til að verða samstarfsaðili Samfylkingar um frjálslynda vinstripólitík.

Úrsögn Breta úr ESB, Brexit, kippti fótunum undan aðildarsinnum á Íslandi. Bæði sýnir Brexit veikleika ESB og líka hitt að öll viðskipta og hagkvæmnisrök fyrir ESB-aðild hverfa. Eftir Brexit væri Ísland að útiloka sig frá Bretlandi með inngöngu í ESB. Og Bretland er mikilvægasta viðskiptaland Íslands í Evrópu.

Raunir Samfylkingar á vinstri kanti stjórnmálanna veikja Viðreisn. Bandalag Viðreinar og Samfylkingar um frjálslynda pólitík er dauðanum merkt þar sem Vinstri grænir eru stórveldið á vinstri vængnum. Vinstri grænir og Viðreisn blandast álíka vel og olía og vatn.

Í öngum sínum reynir forystufólk Viðreisnar að tala upp evruna og Evrópusambandsaðild. Það er eins og að berja dautt hross til lífs.


mbl.is Misvísandi skilaboð ráðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Brexit? Hvað er nú það?

Blekið á Brexit undirskrift Teresu May var varla þornað þegar Bretavaldstjórnin var komin með tryggingarfyrirtæki í Brussel?

Stór Brexit blekkingarsýndarleikur hjá Bretavaldstjórninni, eins og allt annað sem sú valdstjórn stendur fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2017 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband