Mánudagur, 3. apríl 2017
Viðreisn tapar vegna Vinstri grænna og Brexit
Viðreisn varð til sem stjórnmálaflokkur af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi sem heimili ESB-sinna í röðum sjálfstæðismanna. Í öðru lagi til að verða samstarfsaðili Samfylkingar um frjálslynda vinstripólitík.
Úrsögn Breta úr ESB, Brexit, kippti fótunum undan aðildarsinnum á Íslandi. Bæði sýnir Brexit veikleika ESB og líka hitt að öll viðskipta og hagkvæmnisrök fyrir ESB-aðild hverfa. Eftir Brexit væri Ísland að útiloka sig frá Bretlandi með inngöngu í ESB. Og Bretland er mikilvægasta viðskiptaland Íslands í Evrópu.
Raunir Samfylkingar á vinstri kanti stjórnmálanna veikja Viðreisn. Bandalag Viðreinar og Samfylkingar um frjálslynda pólitík er dauðanum merkt þar sem Vinstri grænir eru stórveldið á vinstri vængnum. Vinstri grænir og Viðreisn blandast álíka vel og olía og vatn.
Í öngum sínum reynir forystufólk Viðreisnar að tala upp evruna og Evrópusambandsaðild. Það er eins og að berja dautt hross til lífs.
Misvísandi skilaboð ráðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brexit? Hvað er nú það?
Blekið á Brexit undirskrift Teresu May var varla þornað þegar Bretavaldstjórnin var komin með tryggingarfyrirtæki í Brussel?
Stór Brexit blekkingarsýndarleikur hjá Bretavaldstjórninni, eins og allt annað sem sú valdstjórn stendur fyrir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2017 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.