Miðvikudagur, 29. mars 2017
Auðmenn í sósíalisma og fjölmiðlun
Auðmenn standa að baki samrunapælingum tveggja fjölmiðla sem báðir eru reknir á grunni sósíalískra hugmynda, Kjarninn og Fréttatíminn.
Samkvæmt fréttum eru þeir í viðræðum Sigurður Gísli Pálmason, í útgáfufélagi Fréttatímans, og Vilhjálmur Þorsteinsson, einn eigenda Kjarnans, um samruna.
Vilhjálmur er einn stofnenda Kjarnans sem boðar létt-sósíalisma í anda Samfylkingar.
Aðalsprautan í Fréttatímanum, Gunnar Smári Egilsson, stóð fyrir almennri fjársöfnun fyrir útgáfuna sem rambar á barmi gjaldþrots.
Þegar almenningur hafnar sósíalisma er gott að eiga einn eða tvo auðmenn í bakhöndinni.
Athugasemdir
Það er ekkert að því að menn séu JAFNAÐARMENN en það er kannski verra ef að þessi fjölmiðlablokk mun stefna á ESB.
Jón Þórhallsson, 29.3.2017 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.