Trump og guð í samfélaginu

Enginn skilur hvers vegna Trump varð forseti Bandaríkjanna. Margir reyna en allar tilraunir til útskýringa eru drög, ekki svarið sjálft.

Blaðamaður Guardian hitti kristna þeldökka Bandaríkjamenn sem sögðu Trump verkfæri guðs. Í eingyðistrú eru vegir guðs órannsakanlegir.

Fyrir daga eingyðistrúar voru guðirnir í fleirtölu. Niðurstaðan er hin sama: í Menón segir Sókrates guðlegan innblástur skýra leiðtogahæfileika.

Við notum guð til að útskýra atburði sem eru skilningi okkar ofvaxnir.


mbl.is Trump setur þingmönnum afarkosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það semsagt viðtekin skoðun að Trump hafi orðið forseti "alveg óvart"?
Ætli það sé þá eitthvað til í gamla máltækinu að vegir drottins séu órannsakanlegir?

Kolbrún Hilmars, 24.3.2017 kl. 16:28

2 Smámynd: Jón Bjarni

þú meinar þá að Trump sé þarna á guðs vegum?

Jón Bjarni, 24.3.2017 kl. 20:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Kristur er vegurinn sannleikurinn og lífið; Sá vegur er þröngur og forseti Bandaríkjanna valdi hann.
  

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2017 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband