Miðvikudagur, 22. mars 2017
mbl.is fegrar Erdogan
Tyrklandsforseti hótaði Evrópubúum að þeir gætu hvergi í heiminum verið öryggir um sig, segir þýska stórútgáfan faz, einnig eitt viðlesnasta dagblað Þýskalands, die welt og reuters sömuleiðis.
En fyrirsögn mbl.is á sömu frétt er: ,,Segir heiminn fylgjast ,,náið með" Evrópu".
Hvers vegna fegrar mbl.is orð Erdogans? Er það vegna þess að hann er múslími og úr þeim ranni kemur aðeins friðboðskapur, eins og fjölmenningarsinnar trúa í einfeldni sinni?
Segir heiminn fylgjast náið með Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott hjá þér, Páll.
Á Mbl.is eru EKKI beztu blaðamenn Morgunblaðsins, hvorki um ritfærni né alhliða þekkingu og reynslu sem blaðamenn.
Alþjóðamáladeild blaðsins sjálfs hefur hins vegar á þungaviktarmönnum að skipa: Boga Þór Arasyni, Kristjáni Jónssyni, Baldri Arnarssyni, Kristjáni H. Johannessen, Ágúst Ásgeirssyni og ESB-sérfræðingnum Hirti J. Guðmundssyni, auk aðstoðarritstjórans Karls Blöndal, sem skrifar helzt í helgarblaðið (ég gleymi kannski einhverjum!).
Svo er Mbl.is ekki prófarkalesið til jafns við blaðið sjálft, heldur mætir afgangi, ef mikið er að gera við blaðsútgáfuna.
Jón Valur Jensson, 22.3.2017 kl. 23:58
Kæri Páll, þú hefur lög að mæla sem endranær. Tek heils hugar undir með Jóni Vali.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2017 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.