Þriðjudagur, 21. mars 2017
Sjálfstæðið, Evrópukirkjan og Pawel pakkavinur
Ísland hélt velli í fjármálakreppunni vegna þess að við hugsuðum sjálfstætt en létum ekki Evrópukirkjuna, sem tók við að þeirri kaþólsku, segja okkur fyrir verkum. Á þessa leið er greining írska fræðimannsins Cormacs Lucey.
Þrátt fyrir skýra og einboðna reynslu af bjargræði fullveldis er enn til á Íslandi átrúnaður á ESB-kirkjuvaldið. Einn andsetinn er þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, sem líkir sambandinu við pakka. Til skamms tíma vildu ESB-sinnar ,,kíkja í pakkann" en Pawel er slíkur pakkavinur að hann þarf ekki að gaumgæfa innihaldið.
Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, líkir Evrópusambandinu við ástarsamband. Gamalt orðtak, ættað úr hreintrúarkirkjunni, segir að berja skuli börn til ásta. Írar voru barðir til ástar á ESB. Pawel finnst það í góðu lagi. Eins lengi og hann fær pakkann sinn.
Sjálfstæðið lykillinn að árangri Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pawel Bartoszek, kjörinn í haust alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, var í framkvæmdaráði öfugmælasamtakanna "Já Ísland!" a.m.k. 2015-16, sat (sennilega sem einn af Trójuhestum ESB-innlimunarsinna) í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið (í sinni 111. gr.) til að koma Íslandi hratt inn í Evrópusambandið, en batt um leið svo um hnútana í sinni 67. gr., að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr stórveldinu!
Pawel er nú m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, 1. varaform. umhverfis- og samgöngunefndar og situr í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).
Jón Valur Jensson, 22.3.2017 kl. 03:22
Þegar manni liggur rosalega mikið á hjarta,er sá kostur vænstur að pakka dótinu inn og senda pakkamála'deildarstjóra,í stað þess að speða því út á netinu því þar eru á gægjum njósnarara úr hatursumæladeild.
Best að fara varlega með eldfimt efni.
Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2017 kl. 06:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.