Þriðjudagur, 21. mars 2017
Soros Píratavinur með ítök í Arion
Milljarðamæringurinn George Soros, en Píratar teljast til skjólstæðinga hans, er kominn með ítök í Arion banka.
Soros keypti nýverið hlut í Goldman Sachs sem aftur leiðir fyrirsjáanlega yfirtöku á Arion banka.
Hver skyldi afstaða Pírata vera til velgjörðarmanns síns?
Völdu frekar vogunarsjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Soros er maður sem hefur notað auð sinn til að setja efnahagskerfi á annan endann. Bretar fengu að kenna á brellum hans á tíunda áratug síðustu aldar, en þá græddi Soros milljarð dollara er hann tók stöðu gegn breska pundinu. Honum virðist sama um allt og alla bara ef hann nær sínu fram með góðu eða illu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.3.2017 kl. 16:49
NoBorder og fleiri svokölluð góðgerðar félög í tuga tali eru í tengslum við Soros.
Vissi ekki þetta með Píratanna en Soros er mep puttanna í Makedóníu svo því ekki Ísland. Ég held því fram allaveganna.
Valdimar Samúelsson, 21.3.2017 kl. 16:53
Við ættum að fá að vita það. Það er skylda að gefa upp alla hluthafa sem eiga yfir 1% í banka, líka þó þeir séu hluti af hópum eins og vogunarsjóðum.
Elle_, 21.3.2017 kl. 20:04
Frétt sem skýrir þetta: Frétt mbl.is: Eiga að nefna raunverulega eigendur:
"Fjármálafyrirtækjum ber að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila."
Elle_, 21.3.2017 kl. 21:28
Það er svolítið villandi með þetta eina prósent, Elle. Það á við um eitt prósent af hlutfé bankans sjálfs.
Þar sem þeir sem nú fengu gjöf frá sjálfum sér, með dyggri aðstoð B&B frænda, pössuðu vel upp á að sú gjöf hljóðaði einungis upp á 9,99% hlut í bankanum, fyrir hvern og einn, þarf eignaraðild í viðkomandi sjóð að vera nálægt 10% svo upplýsingaskylda opnist.
Svo er hægt að deila um hvort miða skuli við nafnverð hlutafjár bankans og þá þarf eignarhlutur í þessum hrægammasjóðum að ná nálægt 12% svo upplýsingaskylda opnist.
Það er engin von til að við fáum nokkurn tímann að vita hverjir eru að hrifsa til sín Aríonbanka, í hvaða vasa hagnaður hans mun fara næstu árin.
Það eina sem viðgetum verið viss um er að þeir sem nú eru að "kaupa" hlut í bankanum munu fá kaupverðið til baka á skömmum tíma og að bankinn mun síðan, eftir nokkur ár, verða skilinn eftir í brunarústum.
Því getum við treyst.
Gunnar Heiðarsson, 22.3.2017 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.