Ţriđjudagur, 21. mars 2017
Sýrlandi, Írak skipt upp; Kúrdaríki
Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 og stuđningur ţeirra viđ uppreisnarmenn í Sýrlandi hratt af stađ atburđarás sem leiđa mun til uppskiptingar á ţessum ríkjum.
Ríki íslams er sameiginlegur óvinur ţeirra ţriggja stóru ađila sem mest láta sig skipta framvindu mála: Bandaríkin, Rússland og Tyrkland. Kúrdar, sem búa í norđurhéruđum Írak, Sýrlands og suđurhluta Tyrklands eru í laustengdu bandalagi viđ Bandaríkin og Rússland en svarnir óvinir Tyrkja, sem óttast ađ nýtt Kúrdaríki taki land af ţeim.
Bandarískur sérfrćđingur í málefnum miđausturlanda, Joshua Landis, hvetur Bandaríkin til ađ styđja fremur Kúrda en Tyrki til ađ ráđast í síđasta höfuđvígi Ríkis íslam, Raqqa. Tyrkir og bandamenn ţeirra úr röđum súnni-múslíma keppa viđ Kúrda um ađ frelsa Raqqa. Ţótt Tyrkir eigi ađ heita í liđi Bandaríkjanna, sem Nató-ţjóđ, eru ţeir grunađir um ađ vilja fremur ađ herskáir súnni-múslímar, sömu ćttar og Ríki íslams, verđi öflugir á svćđinu en ađ vegur Kúrda vaxi.
Stríđsátökum í miđausturlöndum er hvergi nćrri lokiđ.
![]() |
Lykilhlutverk Rússa eftir loftárásir |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Vonandi verđa Kúrdar ekki sviknir. Ţeir hafa veriđ stađfastur í baráttu sinni gegn ISIS ólíkt Tyrkjum.
Ragnhildur Kolka, 21.3.2017 kl. 08:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.