Grænlandsgátan: útrýming eða undanhald?

Byggð norrænna manna á Grænlandi stóð í 500 ár, lagðist af um 1500. Tvær megintilgátur eru um afnám byggðarinnar. Í fyrsta lagi að afkomendur Eiríks rauða og félaga dóu út. Í öðru lagi að þeir norrænu höfnuðu lífsháttum veiðimanna og kusu að flytja búferlum og halda þar með í sérkenni sín - lífsstíl bænda.

Smithsonian-safnið tekur saman þær rannsóknir og kenningar sem varpa ljósi afdrif norrænu Grænlendingana. Veðurfar er miðlæg orsök að flestra áliti. Grænland byggðist á sama hlýskeiði og Ísland. Þegar veðurfar kólnaði á 13. öld varð hægt en örugglega óbyggilegt á Grænlandi fyrir norræna bændur. Ekki mátti miklu muna að eins færi fyrir Íslandi þegar verst lét á 18. öld.

Valkostirnir á Grænlandi voru tveir: að tileinka sér lífsvenjur veiðimanna sem átu sjávarfang í öll mál eða flytja búferlum.

Um sama leyti og norrænu Evrópumennirnir gáfust upp á Grænlandi, urðu útdauðir eða fluttu, hófust fólksflutningar frá Evrópu til annars hluta álfunnar sem fékk nafnið Ameríka. Evrópsk siðmenning hopaði frá kuldanum á Grænlandi en sótti í hlýindin í Norður- og Suður-Ameríku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammála að veðurfar hlýtur að hafa skipt máli. Hér var miklu mildara loftslag á landnámsöld samkvæmt öllum rannsóknum og það hlýtur að hafa skilið milli feigs og ófeigs. Menn hafa flosnað upp af minna tilefni.

Eitt hefur mér þó fundist skjóta skökku við, en það er Nafnið Ísland. Var það gefið eynni sem fælingarefni, rétt eins og blómlegar jarðir hér hlutu nöturleg og óaðlaðandi nöfn til að halda mönnum frá búsetu þar? Eða var hér jafn nöturlegt og nafnið gefur til kynna? Eða var landið "viði" eða "víði" vaxið frá fjöru til fjalls?

Var Grænland í raun búsældarlegt eða var nafngift þess gerð til að likka að fleiri landnema? Voru fornmenn yfir höfuð svo klókir PR menn að þeim dytti þetta hreinlega í hug? Mín kynni af Grænlandi segja mér að það er 99% gróðurlaust klungur að undanskildum einhverjum hekturum á undirlendi sunnantil.

Ísafjörður var ísi lagður þegar Hrafnaflóki leit þar yfrum, en hefur ekki sést þannig í okkar minnum. Að vísu var skutulsfjörður (ísafjarðarkaupstaður) ísilagður á kuldaskeiði 6. og 7. Áratugarins, sem ég man vel, en hefur ekki sýnt sig þannig síðan. 

Máske voru þessi kulda og hlýindaskeið stutt og sveiflukennd og engin viðvarandi gósentíð né harðindi. Það þarf ekki marga slæma vetu til að fólk gefist upp og fari.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2017 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband