Föstudagur, 17. mars 2017
Falsfréttir sem pólitísk leikrit
Falsfréttir um að Trump sé leikbrúða Pútín Rússlandsforseta var svarað af Hvíta húsinu með annarri falsfréttahrinu um að Obama fráfarandi forseti hafi látið hlera Trump.
Falsfréttirnar um Trump sem handbendi Pútín eru tilbúningur, segir í Vanity Fair og þær eru teknar í sundur af Glenn Greenwald.
Ásakanir um að Obama hleraði Trump fara sömu leið og Trump-Pútín samsærið. Hvorttveggja eru pólitískar leiksýningar, settar upp vegna óseðjandi eftirspurnar.
Fréttirnar eru fáránlegt bull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gagnkvæmar yfirlýsingar Trumps og Pútíns hjálpuðu til við að koma þessu af stað. Stundum þarf ekki meira.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2017 kl. 09:06
RÚV og reyndar líka Bylgjan hafa, hvert sinn sem sagt er frá margræddu tweeti Trump, eilíflega minnt á að hann hafi ekki lagt fram neina sönnun fyrir ásökunum sínum. Hins vegar minnist ég þess ekki að þessar tvær fréttastofur hafi nokkurn tímann getið þess að engar sönnur hafi verið færðar fyrir samsæriskenningunni um samráðs Trump og Pútíns.
Ef Trump þarf að verjast falsfréttum með öðrum falsfréttum, þá sýnir það bara að óhefðbundinn forseti nota óhefðbundnar aðferðir til að verjast hefðbundnum árásum demókrata.
Trump tekur hér Obama og her hans á klofbragði.
Ragnhildur Kolka, 17.3.2017 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.