Síðasta vígi ESB-sinna fallið

Samtök iðnaðarins voru um árabil miðstöð ESB-sinna. Samtökin réðu til sín áróðursfólk fyrir aðild og kært var á milli samtakanna og Samfylkingar. Núna er traustur meirihluti fyrirtækja innan SI mótfallinn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Heilu Iðnþingin voru notuð til að útmála kosti ESB-aðildar og draga upp dökka mynd af fullvalda Íslandi með eigin gjaldmiðil.

Ef einhver veigur væri í Samtökum iðnaðarins myndu þau gera grein fyrir hvers vegna þau lögðu sig eftir mýrarljósinu í austri og förguðu um leið dómgreindinni og heilbrigðri skynsemi.


mbl.is Iðnaðurinn andvígur aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað með ASÍ - hefur Gylfi verið keflaður?

Ragnhildur Kolka, 14.3.2017 kl. 11:24

2 Smámynd: Hrossabrestur

Það er spurning hvort ekki fer að hitna verulega undir ESB Gylfa hjá ASÍ eftir niðurstöðuna úr formannskjöri VR? 

Hrossabrestur, 14.3.2017 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband