Leyniríkið og Trump-byltingin

Donald Trump var kosinn forseti til að breyta Bandaríkjunum. Fyrir suma jafngilda breytingar byltingu. Embættismannakerfum er illa við breytingar og grípa til gagnráðstafana, einkum ef lögmæti yfirvaldsins er dregið í efa af valdahópum.

New York Times, sem er eindreginn andstæðingur Trump, efast um leyniríki embættismanna en það eitt að útgáfan skuli nefna möguleikann segir sína sögu.

Princeton-sagfræðingurinn Harold James gengur að því vísu að leyniríkið sé í andstöðu við Trump, þegar hann ber saman Trump-byltinguna við þá rússnesku sem fagnar aldarafmæli þessa dagana.

Embættismannakerfið, a.m.k. hluti þess, vinnur gegn Trump. Dómarar úrskurða tilskipanir forsetans ólögmætar og kerfið gerir Trump erfitt með að framfylgja stefnumálum sínum, t.d. um bætt samskipti við Rússa.

Hvort embættismannakerfinu tekst að brjóta á bak aftur róttækan forseta og gera hann stofuhæfan í valdakerfinu er óljóst. Hitt er augljóst að barátta ólíkra fylkinga um hvert eina risaveldi heimsbyggðarinnar skuli stefna markar tímamót í sögunni.


mbl.is Neitaði að taka á móti símtali Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband