Erdogan: Holland er fasistaríki

Hollendingar bönnuðu utanríkisráðherra Tyrklands að halda fjöldafund í landinu. Erdogan forseti kallar Holland fasistaríki og hótar lendingarbanni á hollenskar flugvélar.

Útsendarar stjórnar Erdogan eru í herferð í Evrópu að sækja atkvæði tyrkneskra farandverkamanna í þágu stjórnkerfisbreytinga í Tyrklandi. Þýsk fylki bönnuðu tyrkneskum ráðherrum að halda fjöldafundi og fengu sama stimpilinn frá tyrkneska forsetanum: fasistar.

Tyrkland var helsta vonin um veraldlegt múslímaríki er byggði á lýðræði. Einræðistilburðir Erdogan síðustu misseri og vaxandi spenna milli Evrópuríkja og Tyrklands er birtingarmynd stríðandi siðmenninga á flekaskilum múslímaríkja og vesturlanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er einmitt hættan við að hrúga of mörgum hvort sem er flóttamönnum, eða farandverkamönnum, inn í lönd Evrópu. Ef þeir verða margir af ákveðinni þjóð eða kynþætti, þá er verið að flytja stríð og erjur í upprunalandinu, inn í landið sem flúð er til. Af hverju geta Tyrkir ekki bara verið heima hjá sér? Svarið er yfirleitt að þar sem Íslam ræður ríkjum, þar vill enginn búa, ekki einu sinni múslimar.

Theódór Norðkvist, 11.3.2017 kl. 16:49

2 Smámynd: Hrossabrestur

Er einhver munur á Erdogan og Saddam Hussein og Muammar Gaddafi, Vesturlöng komu tveim síðasttöldum fyrir kattarnef.

Hrossabrestur, 11.3.2017 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband