Samfélagsmiðlar, alvarleg umræða og léttúð

Orðum fylgja ábyrgð, mismikil eftir efnum og ástæðum. Það er ábyrgðarlaust þegar vinahópur lætur gamminn geisa og fordómana fljúga um menn og málefni. Ef ummælin eru gerð opinber eykst ábyrgðin.

Samfélagsmiðlar geta í senn verið lokaður hópur, þar sem einungis vinir og kunningjar talast við, en einnig opinber vettvangur sem alþjóð fylgist með. 

Óljós mörk einkamála og opinberra á samfélagsmiðlum skapar óvissu um hvaða umræða er léttúð og hvenær alvara - og þar af leiðandi ábyrgð - er á ferðinni. Á seinni árum ber á þeirri þróun að orðfæri í lokuðum hópi hafi sömu merkingum umræða á opinberum vettvangi.

Orðaskipti á alþingi um merkingu hugtaka, ,,siðleysis" og ,,stjórnleysis", er merki um að þingmenn vilji að orð á opinberum vettvangi beri ábyrgð. Og að þingmenn og ráðherrar eigi að vanda orðfærið. Við viljum ekki að stjórnmálaumræðan verði eins og í athugasemdakerfum raffjölmiðla.

 

 


mbl.is Óbreytt ummæli ráðherra grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er einmitt það og þegar grannt er skoðað hefur Katrín heilmikil efni á að gera athugasemd við orðaval ráðherra,ef litið er til hennar framgöngu í samskonar stöðu.-Þannig er það bara ekki hvað flokksmenn hennar varðar.   

Eru kannski samfélagsmiðlar óbeint að breyta viðhorfi manna til altof harðorða athugasemda þingmanna í ræðum og viðtölum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2017 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband