Fimmtudagur, 9. mars 2017
Frummaðurinn og gáta mennskunnar
Líffræðirannsóknir sýna Neandertalsmanninn mennskari en við homo sapiens áður töldum. Löngu áður en frændi okkar japlaði á jurtum sér til lækninga varð sameiginlegur forfaðir tvífætlingur, sem telst fyrsta skrefið í átt til mennskunnar.
En mennska er ekki nema að litlum hluta líffræði. Hæfileiki mannsins að búa til merkingu úr engu, hugsunin, og deila henni með öðrum aðgreinir okkur frá öðrum dýrategundum.
Eftir því sem saga mennskunnar lengist verður óhugnanlegra að hugsa til þess hve skammt á veg komin við erum að finna svör við jafnvel einföldustu spurningum. Til dæmis um hvernig hægt sé að lifa saman í friði.
Neanderdalsmenn notuðu mikið af verkjalyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maðurinn sem tegund þróaðist ekki út frá öpum:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1548604/
----------------------------------------------------------------
Ef að allir jarðarbúar játuðu KRISTNA trú; þá ríkti væntanlega heimsfriður:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2187921/
Jón Þórhallsson, 9.3.2017 kl. 09:18
Kristnir hafa nú verið duglegir að kála hverjir öðrum. Sbr. Írland.
Steinarr Kr. , 9.3.2017 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.