Miðvikudagur, 8. mars 2017
Siðlausir þingmenn
Siðlausir þingmenn eru þeir sem kasta rýrð á alþingi, segir þingmaður Pírata.
Þingmenn Pírata verða seint sakaðir um að auka virðingu alþingis. Upplognar háskólagráður eru ekki til að auka vegsemd þjóðarmálstofunnar við Austurvöll.
Góðir siðir byrja heima hjá fólki.
![]() |
Stangast ummæli ráðherra á við siðareglur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þú spyrð mig mín háttvirta þá segi ég nei.Ráðherra er í viðtali og er spurður út í vegaframkvæmdir og svarar því sannleikanum samkvæmt.
Það er á hvers manns vörum hvernig þingið hefur sett niður allt frá því að Samfylkingin bauð VG.að taka þátt í aðför að þjóðinni og æðstu menn lugu sig inn á kjósendur. Það er vond vísa og vel til þess fallin að minna sem mest og oftast á hana.
Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2017 kl. 00:44
Hvað hefur Sjóræningjadrottningin "Birgitta" gert til að fólk beri virðingu fyrir Alþingi, nema síður sé.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.3.2017 kl. 01:14
Siðlaus hélt hún umboðslausri ríkisstjórn jóhönnu inni á Alþingi íslendinga. Hafði þó áður hneysklast á framkomu Jóhönnu við VG liða sem vildu ekki svíkja samþykkt flokksins. Sem gerðu það engu að síður með skrautlegum hætti; Virðingin!? Eða hitt þó heldur.
Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2017 kl. 02:08
Eitt af mörgu sem að Sjóræningjadrottningin hefur gert til að rýra virðingu Þingmanna, Helga mín.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.3.2017 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.