Þriðjudagur, 7. mars 2017
Hitler, Marx og betrungurinn Trump
Hitler kom óorði á þjóðernishyggju. Samlandi hans, Karl Marx, boðaði alþjóðahyggju sem prófuð var í Bjarmalandi og misheppnaðist þar 1991. Önnur útgáfa alþjóðahyggju, þessi frjálslynda, leit dagsins ljós eftir kalda stríðið; sú tilraun fór út um þúfur í Írak 2003.
Donald Trump kennir sig við bandaríska þjóðernishyggju, sem er af allt annarri sort en sú hitleríska. Trump hafnar alþjóðahyggju, bæði þeirri marxísku og frjálslyndu.
Trump er íhaldssamur miðjumaður. Þess vegna brjálast öfgarnar til hægri og vinstri þegar hann hrindir þeirri stefnu í framkvæmd sem hann kjörinn til að framfylgja.
Harmleikur fyrir bandarískt lýðræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fróðlegt er að fylgjast með taugaveiklun andstæðinga Trumps, þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Elítan er að missa tökin á atburðarrás samfélagsins og ráða ekki við Trump, þeir hafa aldrei getað keypt hann.
Þeir sem eru á spena heimselítunnar reyna allir að níða skóinn af Trump, en hann lætur ekki hræða sig, heldur sínu striki og heldur áfram að gera það sem hann var kosinn út á.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.3.2017 kl. 14:19
Las þessa grein fyrir hád.síðan spekúlersjónir Uffe þ.á.m. greinileg aðdáun hans á Florida'ræðu Trumps,
svo aðdáunarverð að einhver annar hlaut að hafa skrifað hana.
já sá fráfarandi flutti hjartnæma saknaðarræðu Mr.Ombama og viknaði í ræðustóli,var samviskan að naga hann?
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2017 kl. 16:23
Afsakið.mr.Obama
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2017 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.