Siðlaus blaðamennska verðlaunuð

Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann sem tálbeitu í alræmdu viðtali við forsætisráðherra. RÚV var verkkaupi Jóhannesar.

Tálbeitan laug blákalt um tilefni viðtalsins. Forsætisráðherra mætti í viðtalið ,,í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun," eins og segir í frétt norsku útgáfunnar Aftenposten - og kemur fram í óklipptu viðtali.

Fagfélag íslenskra blaðamanna verðlaunar siðlausa blaðamennsku og segir það töluvert um faglega vitund stéttarinnar.


mbl.is Hlutu Blaðamannaverðlaun BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vönduð og ítarleg rannsóknarblaðamennska um matvælaeftirltið og Brúnegg hlaut líka verðlaun, en á þessari síðu hefur hún verið fordæmd sem hluti af valdagræðgi RUV, sem eigi ekkert skylt við blaðamennsku. Meira að segja fullyrt að málið allt sé eftirlitinu og RUV að kenna. 

Það er býsna sérkennileg sýn manns, sem titlar sig blaðamann, á hlutverki blaðamennsku, að hún megi alls ekki snúast um að upplýsa um mikilsverð mál, svo sem máli, sem opinberri stofnun beri að sinna. 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2017 kl. 13:15

2 Smámynd: Birgir Fannar Bjarnason

Þetta var ekki blaðamennska þetta var fyrirsát.

Birgir Fannar Bjarnason, 5.3.2017 kl. 15:13

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Víst var þetta blaðamennska Birgir. Tek undir með Ómari að þessi úthúðun á fréttamönnum RÚV er ósæmandi, sérstaklega af blaðamanni. Og í raun ætti RÚV að kæra Sigmund Davíð fyrir rógburð þegar hann heldur því fram að viðtalið við hann hafi verið falsað. Það er hægt að rannsaka það af óvilhöllum sérfræðingum og fá það rétta í ljós.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.3.2017 kl. 17:11

4 Smámynd: Birgir Fannar Bjarnason

Hér er gott viðtal sem gefur allt aðra mynd heldur en sést hefur

Stýrður leki ?  Viðtal við Guðbjörn Jónsson

https://www.kla.tv/index.php?a=showlanguage&lang=is&id=8495

Birgir Fannar Bjarnason, 5.3.2017 kl. 23:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gæti bara ekki verið að páll væri siðlaus og ekki-blaðamaður?

Hann sér allt kolrangt og enn hefur ekki frést af nokkrum hlut sem hann getur haft rétt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2017 kl. 01:08

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÓBK 

þú bregst okkur sjaldnast. Þú lætur sannleikann ekki þvæladt fyrir skrifum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2017 kl. 01:23

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Birgir Fannar og Predikari; Sannleikurinn er sagna bestur og með hann að leiðarljósi kjósum við að halda okkar striki. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2017 kl. 01:49

8 Smámynd: rhansen

MAÐUR VERÐUR OFT VITI AF AÐ VERÐÐLAUN FA ÞEIR SEM SIST SKYLDU ! ,,,og það varð einu sinni enn !!!...

rhansen, 6.3.2017 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband