Fimmtudagur, 2. mars 2017
Forsetakvabb eiginkvenna dæmdra glæpamanna
Dæmdir glæpamenn eiga oft fjölskyldu sem líður önn vegna glæpaverkanna. Það er óhjákvæmilegt - en menn eiga hvorki að njóta né gjalda fjölskyldunnar.
Fjölskyldur og makar dæmdra glæpamanna hafa í flestum tilvikum vit á því að halda sér til hlés. Undantekningin er eiginkonur dæmdra fjárglæframanna sem með ósmekklegum hætti væla opinberlega um börnin sín og hlutskipti þeirra í tengslum við dóma eiginmannanna.
Nýjasta útgáfan af ósiðum eiginkvenna glæpamanna er að þær herja á forseta Íslands og heimta að hann tali þeirra máli. Sumir fjölmiðlar eru nógu ósmekklegir til að magna upp vælið.
Eiginkonurnar ættu heldur að bæta ímynd eiginmanna sinna með því viðurkenna sekt þeirra. Í tilfelli fjárglæframannanna er ótvírætt að þeir frömdu glæpi. Við munum öll eftir líkunum. Þau hétu: Landsbanki, Íslandsbanki og Kaupþing.
Athugasemdir
Það getur verið varhugavert fyrir menn eins og forsetann að rétta fram litla fingur.
Hörður Þormar, 2.3.2017 kl. 17:57
Held að þessar konur hafi verið "kápthinking".
Steinarr Kr. , 2.3.2017 kl. 19:07
Það má skrifa þessa uppákomu að nokkru leiti á forsetann sjálfan. Guðna Th skortir þann myndugleika sem embættið kallar á, hann vill vera alþýðlegur en kann ekki alveg að setja mörk, en það býður einmitt uppá að fólk misskilji almennilegheitin og gangi á lagið.
Og aðeins til að bæta um betur þá eiga eiginkonur fjárglæframanna, dæmdra sem ódæmdra, sama rétt og aðrir til að leita ásjár forsetans. Hann á jú, að heita forseti allrar þjóðarinnar. Og það gerir kröfu um að sinna ekki aðeins þeim sem eru "vinsælir" hverju sinni.
Ragnhildur Kolka, 2.3.2017 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.