Golf er deyjandi íþrótt - gott fyrir náttúruna

Þeim fækkar sem stunda golfíþróttina, sem reyndar er á mörkum þess að vera íþrótt, og er það náttúruvæn þróun. Tillögur um breyttar reglur eru viðurkenning á vanda þessarar iðju.

Golfvellir taka til sín græn engi og tún sem betur væru nýtt undir almenningsgarða þar sem fjölbreytt útivist væri í fyrirrúmi.

Erlendis er dýrmætu vatni sóað í þessa hálfgildingsíþrótt og ógrynni af eiturefnum eru notuð til að halda náttúrulegum vexti lággróðurs í skefjum. 

Golf er upphaflega iðja efnafólks og meira hugsuð sem tómstund en íþrótt. Enginn skaði er þótt golf leggist af.


mbl.is Stefnt að einföldun á golfreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skiptir það öllu máli nú, hvort golf var í upphafi helst fyrir efnafólk? Hvaðan kemur sú þekking og fullyrðing að golf sé ekki íþrótt?  Og að þetta sé "deyjandi íþrótt"?

Ómar Ragnarsson, 2.3.2017 kl. 12:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Deyjandi íþrótt: 2016 léku 4000 erlendir ferðamenn á íslenskum golfvöllum og fjölgar stórlega á hverju ári. Enda Hvaleyrarvöllur einn af 15 bestu golfvöllum á Norðurlöndum, en nyrðri hluti Norðurlanda hefur þá sérstöðu að þar er hægt að spila golf allan sólarhringinn. 

Ekki iþrótt: Bestu kylfingar geta slegið golfkúluna hátt í 400 metra í upphafshögginu. Hvað skyldi liggja að baki slíku og öðrum árangri í golfi?  Að lepja bjór inni í golfskálunum og dangla í einhverjar kúlur með kylfum? 

Ómar Ragnarsson, 2.3.2017 kl. 13:03

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sammála þér Ómar og ég fullyrði að hún sé ört vaxandi íþrótt á Íslandi. Ég sæi golfvöllinn á Hvaleyri breytt í almenningsgarð,fólk sækir ekki þannig opin svæði nema kannski helst þar sem dýr og leikföng eru. Náttúruvernd hlýtur að ná yfir fleira en að friðlýsa alla græna bala.Rúmast þá ekki í samningi S.Þ. t.d. líffræðileg fjölbreytni afþreyinga manna.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2017 kl. 13:43

4 Smámynd: Valur Arnarson

Ég verð að taka undir með Páli, það er t.d. búið að setja risastórt útivistasvæði við Korpúlfsstaði - alla leið að Egilshöll undir gólfbrautir. Það hafa verið dæmi um að reiðir golfarar hafi rekið fólk í burtu sem hefur verið á göngu þarna.

Ég er alveg hissa á þér Ómar, að finnast þetta vera í lagi.

Valur Arnarson, 2.3.2017 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband