Juncker boðar Kjarna-Evrópu

Evrópusambandið gæti skiptst upp í tvo eða fleiri hluta, gangi hugmyndir forseta framkvæmdastjórnar ESB eftir. Jean-Claude Juncker telur tímabært að þau ríki sem vilja dýpka samstarfið á sviði hermála, efnahags- og stjórnmála fái tækifæri til þess þótt ekki feti öll ESB-ríkin sömu slóðina.

Aðeins 19 af 28 ríkjum ESB er með evru sem gjaldmiðil og þau væru líklegust í Kjarna-Evrópu, þótt vafasamt sé að þau myndu öll fylgja. Grikkland er til dæmis ekki í uppáhaldi annarra evru-ríkja.

Hugmyndir Juncker eru dæmi um hve Evrópusambandð er orðið brothætt. Valdamenn í Brussel telja farsælla að eiga frumkvæðið að breytingum fremur en láta þær gerast í glundroða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Juncer er búinn að fá nóg af Esb-löndum í hálfgerðum henglum misjafnlega hlynnt framtíðarplönum ESB,sem virðast sambandinu mjög aðkallandi.
Hvort ákafir Esb'sinnar á Íslandi sæki um inngöngu í einhvern bútinn sem eftir verður er aðeins forvitnilegt að 
sjá,en veldur okkur engum áhyggjum. 





Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2017 kl. 23:40

2 identicon

Það er ekki hægt að byggja "Evrópusamband" á lofti einu samann.  Á sínum tíma, stóð þýskur "töfraefnahagur" að baki, en allir vildu fá bita af þeirri köku.  En Merkel, kerlingin er búinn að koma Þýskalandi á bésann.

Ef menn vilja Evrópu, þá verða þeir að "lyfta" Evrópu ... ekki breita Evrópu í hæli fyrir fólk, sem í þúsundir ár hefur tekist að gera mið-austurlönd að ruslabæli.

... nema, maður VILL að Evrópa breitist líka í ruslabæli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband