Vald verkalýðshreyfingarinnar til góðs og ills

Verkalýðshreyfingin er sterkt þjóðfélagsafl og jók styrk sinn verulega eftir hrun. Í heildina fer verkalýðshreyfingin varlega með völd sín. Það má þakka verkalýðshreyfingunni að hér hélst friðarskylda á vinnumarkaði árin eftir hrun.

Í gegnum lífeyrissjóðina jukust áhrif verkalýðshreyfingarinnar eftir hrun þegar einkaframtakið var meira og minna lamað vegna gjaldþrota og ofurskuldsetningar. Og lífeyrissjóðirnir hafa í megindráttum reynst farsælir í fjárfestingum sínum eftir hrun, þótt sumir þeirra voru nánast glæpsamlega mistækir fyrir hrun.

Samtenging verkalýðshreyfingar og lífeyrissjóða er að því leyti jákvæð að hún er með innbyggða hvöt til jafnvægis á milli launakrafna í dag og getu sjóðanna til að greiða lífeyri í framtíðinni.

Ef verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðir temja sér varkárni og vönduð vinnubrögð getur þetta þjóðfélagsafl orðið kjölfesta í samfélaginu. En um leið og verkalýðshreyfingin ætlar sér dagskrárvald í samfélaginu, eins og hún gerði með stuðningi við misheppnuðustu pólitísku tilraun lýðveldissögunnar, ESB-umsókn Samfylkingar, er friðurinn úti. Verkalýðshreyfingin á ekki að stunda pólitík nema á mjög þröngu sviði.


mbl.is 87% telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Verkalýðshreyfingin þarf að losa sig ESB trójuhesta á borð við Gylfa Arnbjörnsson og hans nóta, þeir eru ekki þarna til að verja hag hinna vinnandi stétta frekar en móðurksipið ESB sem fótumtreður réttindi vinnandi fólks en dansar í kring um gullkálfinn með peningaöflunum, sem sagt allt fyrir fjármagnið en þjóðfélagslegar skyldur mega fara fjandans til.

Hrossabrestur, 25.2.2017 kl. 16:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og verkalýðshreyfingin verður að endurskoða "verkfallsvopnið", því það veldur MUN meiri skaða en gagnið sem það gerir og það verður að skoða það vel og vandlega hvað geti komið í staðinn.  Man einhver eftir verkfalli sem hefur skilað einhverjum ávinningi??????

Jóhann Elíasson, 25.2.2017 kl. 17:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Jóhann minn,engu sem elstu  manneskjur muna.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2017 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband