Trump og valdstjórn fjölmiðla

Trump forseti lítur svo á að hann sé með umboð þjóðarinnar til að breyta Bandaríkjunum. Um umboðið þarf ekki að deila, hann var jú kjörinn forseti. Álitamál er aftur hvaða breytingar hann er með umboð til að gera og hvernig hann fer að því.

Fjölmiðlar eru hvorttveggja í senn miðillinn sem breytingarnar fara í gegnum og eftirlitsaðili. Trump tekur stjórnvaldsákvarðanir sem fjölmiðlar koma á framfæri um leið og þeir leggja mat á pólitískar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Trump talar fyrir bandarísku þjóðina og forsetinn er eini maðurinn með tilkall til þess. En fjölmiðlar segjast líka starfa í þágu almennings - við að veita stjórnvöldum aðhald.

Trump og a.m.k. hluti bandarískra fjölmiðla eru ósammála um pólitík ríkisstjórnarinnar, hvernig á að standa að henni og hvaða afleiðingar hún hefur.

Átök Trump og fjölmiðla eru hrein og klár pólitík. Trump og ríkisstjórn hans er með aðrar pólitískar áherslur en stór hluti bandarískra fjölmiðla.

Þegar kurlin eru öll komin til grafar liggur niðurstaðan fyrir. Hvort má sín meira forsetavaldið eða valdstjórn fjölmiðla.


mbl.is Völdum fjölmiðlum meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Trump var kossinn af fólkinu sem elítufjölmiðlarnir gleymdu. Þess vegna geta þessir fjölmiðlar aldrei verið rödd hinna gleymdu.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2017 kl. 11:26

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta eru átök á milli þeirra sem vilja eiga Federal Reserv  það er dollarann, áfram, þeir eiga flesta fjölmiðlana og flestar fréttastofurnar.

Svo eru hinir sem vilja breyta Federal Reserve þannig að Bandaríska þjóðin þurfi ekki að taka peningabókhaldið að láni hjá einhverum einkaaðila.

Frumvarp um að endurskoða hinn einkarekna seðlabanka, Bandaríkjanna. A bill that would force an audit of the notorious Federal Reserve. The bill has passed the House several times in the past, only to be opposed by the Democrat-controlled Senate.

24.2.2017 | 19:39

The history of the Federal Reserve. Lack of Accountability, Transparency, and Responsibility. Group of Elite Bankers, in the form of shareholders (members), control the currency of the United States, the most powerful country in the world.

22.2.2017 | 10:05

Bið ykkur vel að lfa.

Egilsstaðir, 27.02.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.2.2017 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband