Föstudagur, 24. febrúar 2017
Sjálfsvitundarpólitík: múslímatrú er sú besta fyrir kvenréttindi
Sjálfsvitundarpólitík, kölluð identity politics á útlensku, er að hverjum og einum er í sjálfsvald sett að ákveða hvað er satt og rétt. Múslímakona í Ástralíu sagði í sjónvarpi að múslímatrú væri sú besta fyrir kvenréttindi.
Nú vita allir, sem á annað borð fylgjast með umræðunni, að múslímatrú setur konur skör lægra en karla. Múslímaríki fallast ekki á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi í múslímaríkjum eru skráð í Kairó-yfirlýsinguna, sem segir skýrt og ótvírætt að karlmaðurinn sé höfuð heimilisins.
Múslímakonan í Ástralíu vísaði ekki í umræðuna nema að takmörkuðu leyti. Meginröksemd hennar er að hún sjálf telur múslímatrú jákvæða fyrir kvenréttindi. Og samkvæmt sjálfsvitundarpólitík er persónuleg sannfæring alveg nóg til að eitthvað sé satt og rétt - burtséð frá hlutlægum veruleika.
Yfirlýsing þeirrar áströlsku um kvenréttindi múslímatrúar varð tilefni til nokkurrar umræðu. Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian, sem að jafnaði er hliðhollt sjálfsvitundarpólitík, segir tímabært að afleggja þessa tegund stjórnmála.
Engan skal undra þótt dagur sjálfsvitundarstjórnmála séu senn taldir. Þegar öllu er á botninn hvolft er sjálfsvitundin einkamál hvers og eins og á ekki heima í stjórnmálaumræðu. Stjórnmál taka til þess sem við eigum sameiginlegt. Sjálfsvitund mín er engra annarra enda eiga þeir sitt sjálf og sína vitund.
Athugasemdir
Man ekki eftir svona bloggskrifum hér um þá söfnuði hér á Íslandi sem eru kristnir og boða að konan sé mynduð úr rifbeini Adams og því beri henni að vera undirgefin karlmönnum. En hér er náttúrulega allt leyfilegt í stríði manna gegn múslimum þeim sem hér búa! Sem eru jú um 1500 eða meira.
Eins finnst mér svaklegt að alhæfa út frá öfgatrúarfólki að allir sem aðhyllast ákveðna trú séu eins og túlki trúna eins.
En þetta er nýja baráttuaðferðinn í dag. Halda því fram sem hentar óháð því hvort það er satt eða ekki! Bara ef að styður málstaðinn sem væntanlega er skv. þessu að reka alla múslima úr landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2017 kl. 15:10
Bloggið er um sjálfsvitundarpólitík, Magnús Helgi, og dæmi er tekið af múslímakonu sem segir trú sína styðja kvenréttindi. Í blogginu er hvergi minnst á að reka fólk úr landi. En sjálfsvitund þín gefur þér vitanlega rétt til að lesa úr pistlinum hvaðeina sem þér kemur í hug. Gjörðu svo vel.
Páll Vilhjálmsson, 24.2.2017 kl. 16:07
Magnús minn,þú hefur dregist eitthvað afturúr.
Það eru ca. 500 ár síðan þetta mál var afgreitt í hinum kristna heimi.
Mæli með að þú reynir að ná okkur hinum ,til dæmis með að sleppa að lesa ca. 500 érganga af dagblöðum.
Borgþór Jónsson, 24.2.2017 kl. 16:13
Ekki man ég eftir að hafa heyrt neina umræðu um Islam hér á landi, hvorki í útvarpi né sjónvarpi, þar sem menn skiptust málefnalega á skoðunum um þessi trúarbrögð eða hugmyndafræði. Þetta er þó eitt heitasta umræðuefni heimsins í dag.
Í erlendum fjölmiðlum er hægt að nálgast ótal þætti þar sem þessi mál eru tekin til umfjöllunar. Hér er einn þeirra, en hann er á þýsku(og reyndar víst á arabísku):Streitgespräch: Tarafa Baghajati mit Hamed Abdel Samad طرفة بغجاتي
Hörður Þormar, 24.2.2017 kl. 17:06
Maggi þessi sjálfsvitund þín er áberandi blind í Þessari umræðu. Erum við í stríði við múslima hér? Værum auðvitað mun fljótari að tala saman heldur en skrifa,þetta krefst svo mikilla spurninga og svara margir eru sprækir en nenna ekki að ræða um svona ranghugmyndir...
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2017 kl. 06:04
"Ég á mér draum..." sagði Martin Luther King í frægri ræðu, þar sem sýn hans á heim, þar sem hans börn stæðu jafnfætis öðrum börnum af öllum kynþáttum, var boðuð öllum tugþúsundunum, sem á hlýddu.
Milljónir hrifust og lögðust á sveif með honum, af því að hans sjálfsvitund var byggð á samtali hans við aðra, samvistum hans við aðra og upplifun hans af því að vera svartur maður og búa í Suðurríkjunum.
Og þessi sjálfsvitun hans átti erindi og rímaði við sjálfsvitund svo margra annarra.
Á að afgreiða King, Krist, Gandhi og Mandela út af borðinu fyrir það eitt að þeir voru einstaklingar sem fluttu þarfan og dýrmætan boðskap og lögðu sjálfsvitund sína á borðið fyrir milljarða manna?
Ómar Ragnarsson, 25.2.2017 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.