Vondir kallar, vondir siðir og hrun fjölmenningar

Trump forseti segir hernaðaraðgerð þurfa til að losa Bandaríkin við vonda kalla, þ.e. glæpamenn, og þeir skuli sendir til Mexíkó. Ráðherrar forsetans bera klæði á vopnin og lofa að ekki verði um að ræða fjöldahandtökur á innflytjendum.

Í Evrópu er minna rætt um vonda kalla en meira um vonda siði. Die Welt segir frá aðgerðum borgarstjórnar Hamborg til að aðlaga múslímska flóttamenn að þýskum gildum.  Þýsk gildi, segir Die Welt, eru m.a. viðurkenning á einkarétti ríkisins til ofbeldis, jafnrétti karla og kvenna og virðing fyrir réttindum homma. Einnig fela þýsk gildi í sér viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis og stjórnarskránni sem kveður á um að lög ríkisins standi ofar trúarlögum.

Þýsku gildin eru flestum framandi sem alast upp í trúarmenningu múslíma. Til skamms tíma þurftu múslímar ekki að hafa áhyggjur af aðlögun að evrópskri menningu. Í nafni fjölmenningar mátti hver hópur búa sér til menningarkima vítt og breitt í álfunni. Þessir menningarkimar urðu ríki í ríkinu - oftast múslímaríki í veraldlegu vestrænu ríki.

Vondu kallarnir hans Trump og vondu siðirnir, sem Þjóðverjar vilja uppræta, eru viðbrögð við alþjóðavæðingu sem gekk fram af almenningi á vesturlöndum. Alþjóðavæðingin og fjölmenningin héldust í hendur. Núna er sagt stopp.

Trump talar um að setja Bandaríkin í forgang en Þjóðverjar um þýsk gildi. Þar á milli er bitamunur en ekki fjár.

 


mbl.is Senda alla til Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel að Bandaríkin verði að hreinsa til þrátt fyrir að hafa hlustað á erindi í morgun um hvað Japanir lentu í 1942. Fólk gleymir alltaf hvað veldur reiði þjóða og fer að dæma þær fyrir rasisma of fleira.Þjóðverjar reina að spila dýrlinga og Svíar hylma yfir mistökum sínum varðandi flóttamenn. Þjóðir sem vilja þá ekki eru kallaðar rasistaþjóðir og með hjálp fréttamiðla og peninga frá Sádum og eða þeim sem vilja NWO fólki en mest kemur frá George Soros en í hans sjóði koma peningar frá ofuröflum sem er vitað um að vilja breyta heiminum með því að fækka mankyninu. Tölur eru til. 

Valdimar Samúelsson, 24.2.2017 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband