Fimmtudagur, 23. febrúar 2017
Siđir og smávegistrú
Siđabođ í frumstćđum samfélögum byggja á trú. Múslímar leita ásjár í 1400 ára gömlum texta um hvađ má og hvađ ekki. Kristnir á vesturlöndum taka sinn gamla texta mátulega hátíđlega og fćrđu sig nćr mannhelginni, sem bođar mannréttindi öllum til handa án tillits til trúarsannfćringar, kynţáttar eđa kyns.
Trú er í kjarna sínum fordómar. Kennisetningar trúarinnar eru hvorki byggđar á skynreynslu einstaklingsins né almennt viđurkenndum ađferđum, t.d. vísinda, til ađ meta og mćla sannleiksgildi kennisetninganna. Mađur annađ hvort trúir eđa ekki.
Og ţó. Líklega trúa flestir smávegis. Í smávegistrú ber mađur virđingu fyrir gömlum gildum og arfleifđ kynslóđanna, sem einatt er trúarlegs eđlis, um leiđ og mađur treystir eigin dómgreind til ađ skilja hismiđ frá kjarnanum.
Trú vísar í fortíđina, svarar spurningum um upphaf tilverunnar. Og alveg eins og viđ vitum ekkert um upphafiđ er framtíđin okkur hulin. Smávegistrúin brúar biliđ milli fortíđar og nútíđar og gefur von um framtíđina. Smávegistrúin er ekki altćk eđa útilokandi, eđli málsins samkvćmt, og kennir ţar af leiđandi umburđarlyndi og hófstillingu. Sem eru prýđileg siđabođ. Ţarfaţing smávegistrúin.
![]() |
Betra ađ vera guđleysingi segir páfi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Trúarbrögđ er elífđar vifangsefni ađ tala um og erfitt ađ skíra sína sýn á efniđ. En heyrt hef ég presta vitna í Biblíuna af ţvílíkri speki ađ mađur heillađist. Mörgum gengur illa ađ skilja til hlýtar ţađ sem skrifađ er í Gamlatestamentinu,enda greinilega túlkađ all-mismunandi.En dćmisögur Jésús eru nokkuđ sem vert er ađ hugsa um og er mér minnistćtt einmitt núna vegna ummćla Páfa: "Ekkert er ţađ utan mannsins er saurgi hann ţótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn sem út frá honum fer".
Tók ţetta úr Markúsarguđsspjalli.
Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2017 kl. 18:48
Ţiđ fattiđ ađ klaufalegi tvípunkturinn eftir páfa á ekki viđ,en dćmisagan á viđ ummćli páfa. Ţađ er mitt mat.
Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2017 kl. 03:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.