Fimmtudagur, 23. febrúar 2017
Tap Pírata/Samfylkingar og efnahagslegur stöðugleiki
Kosningaósigur Pírata og Samfylkingar í haust veit á pólitískan stöðugleika sem aftur er forsenda fyrir ábyrgri stjórn efnahagsmála.
Píratar og Samfylking boðuðu efnahagslegt lýðskrum, borgaralaun og inngöngu í Evrópusambandið. Kjósendur höfnuðu efnahagslegri óreiðu og gerðu Sjálfstæðisflokkinn að kjölfestu stjórnmálakerfisins.
Án pólitískrar kjölfestu er borin von að stjórnun efnahagsmála verði með skynsömum hætti. Varfærin ríkisfjármál og virðing fyrir meginreglum, samanber hvernig tekið var á sjómannaverkfallinu, er rétta leiðin að stöðugleika.
Meiri velgengni en reiknað var með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.