Miðvikudagur, 22. febrúar 2017
Afvinstrun umræðunnar skrifuð á Trump
Vinstrimenn, bæði erlendis og hér heima, voru til skamms tíma með frumkvæðið í pólitískri umræðu. Gæluhugmyndir þeirra, s.s. femínismi, Evrópusambandið og fjölmenning, voru ráðandi í pólitískri menningu.
Velgengnin steig vinstrimönnum til höfuðs. Femínisminn snerist upp í karlhatusstefnu og fjölmenningin í samúð með hryðjuverkum. Um Evrópusambandið þarf ekki að fjölyrða, það tók sína eigin gröf. Afleiðingin er pólitískt undanhald.
Sóley Tómasdóttir, vinstrigrænn femínisti, kallar veikleika vinstrimanna í umræðunni ,,trumpvæðingu". Viðbrögð Sóleyjar við gjaldfalli vinstristjórnmála er flótti frá kjarna málsins.
Afvinstrun umræðunnar er ekki vegna sigurs Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum. Heldur vegna öfga vinstrimanna, sem sjá nú það helst til ráða að setja takmörk á tjáningarfrelsið. Nú skulu menn sóttir til saka fyrir ,,hatursorðræðu" ef þeir sýna ekki pólitískri rétthugsun tilhlýðilega virðingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.