Miðvikudagur, 22. febrúar 2017
Ýkjusögur, falsfréttir og heimur í hættu
Tímaritið Faxi hóf göngu sína í Keflavík árið sem Ísland var hernumið. Í öðru tölublaði var óskað eftir sögum af Reykjanesskaga til skemmtunar og ,,þjóðlegs" fróðleiks. Ein sagan gekk út á stærð flugvallar sem Bandaríkjamenn lögðu á Miðnesheiði.
Flugvöllurinn yrði svo stór, var sagt í fámenninu í Keflavík, að hann myndi ná allt upp á Snæfellsnes. Ýkjusögur eru alltaf í umferð en bæði framboð þeirra og eftirspurn stóreykst þegar heimurinn virðist taka stakkaskiptum.
Heimurinn breyttist með seinni heimsstyrjöld og Ísland í leiðinni. Nú um stundir virðist heimurinn vera á umbreytingarskeiði. Ýkjusögurnar birtast ekki í tímaritsdálkum heldur sem falsfréttir á netinu.
Í viðtengdri frétt mbl.is er sagt að ritstýrðir fjölmiðlar flytji ekki falsfréttir, aðeins samfélagsmiðlar. Þetta er röng greining. Ritstýrðir fjölmiðlar eru fullt eins líklegir til að flytja falsfréttir og samfélagsmiðlar.
Þegar heimurinn er á umbreytingarskeiði óttast margir hag sinn á meðan aðrir sjá tækifæri. Ýkjusögur og falsfréttir nærast hvergi betur en einmitt í þessu umhverfi.
Sérstakur brandari í frétt mbl.is er að Evrópusambandið ætli að skera upp herör gegn falsfréttum. Stærsta falsfrétt frá síðustu aldamótum er að evran sé lífvænlegur gjaldmiðill.
Falsfréttir víða á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vantar að fjölmiðlar séu með spurningnar í loftinu í sínum fyrirsögnum.
78% af öllum fyrisögnum eru bara chaos-yfirlýsingar sem að leiða ekki til neinna lausna en auka bara á ringulreiðina.
Jón Þórhallsson, 22.2.2017 kl. 09:35
Ég verð að segja að ég trúi síst á opinbera fréttamiðla sérstaklega RÚV og þá Sænsku. Fox og InfoWars bendir á fréttir sem mögulega geta verið réttar og þegar nánar er gáð þá eru þær mjög upplýsandi. Hér er ein úr FríaTider þar sem fox malaði Svíanna. https://youtu.be/UGeBFrk6Vqs
Valdimar Samúelsson, 22.2.2017 kl. 09:42
Helstu fjölmiðlar sem fólk hefur haft aðgang að s.l. áratugi s.s. dagblöð, hljóðvarp og sjónvarp keppast við að greina samfélagsmiðlana og kalla falskan fréttaflutning það sem þaðan kemur, en hvítþvo sjálfa sig sem hina einu sönnu fréttastofur, hver fyrir sig.
Staðreyndin er sú að þessir helstu fjölmiðlar "Main Stream Media" eru uppfullir af fölskum fréttum þar sem þeir keppast við að flytja fréttir af því sem hentar skoðunum þeirra sem þær flyta.
Hinir sjálfskipuðu dómarar sem taka að sér að dæma um hvað sér réttur eða rangur fréttaflutningur dæma eftir eigin geðþótta, það sem þeim hentar. Heiðarlegur fréttaflutningur er á undanhaldi og almenningur er smám saman að hætta að treysta hefðbundnum fréttamiðlum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.2.2017 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.