Þriðjudagur, 21. febrúar 2017
Pírati fattar ekki eigin lífsgæði
Þingmaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir pírati er með tvöföld og líklega þreföld meðallaun þegar allt er talið. Samt sagðist hún á sunnudag of blönk til að kaupa íbúð.
Tveim dögum síðar fattar Ásta Guðrún að hún hefur það giska gott og biðst afsökunar á því að þykjast blönk á sunnudag.
Ásta Guðrún er dæmigerður pírati. Þeir búa í landi með hvað mestu velferð í víðum heimi og jöfnust og bestu lífskjör á byggðu bóli en geta samt ekki hætt að tala um ónýta Ísland.
Ásta Guðrún biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.