Ţriđjudagur, 21. febrúar 2017
Falskt fullveldi, fölsk trú - siđbreyting vesturlanda
Í höfuđborg Evrópusambandsins er ţjóđríkiđ kallađ ,,falskt fullveldi", rétt eins og kaţólska kirkjan sakađi mótmćlendur á árnýöld um ,,falska trú" ţegar ţeir andmćltu rétttrúnađi páfavalds.
Kalvínistar, hússítar, lútherstrúarfólk auk annarra mótmćlenda létu ekki segjast og brutu á bak aftur páfavaldiđ í Norđur-Evrópu. Englendingar fóru sínar eigin leiđir, líkt og nú međ Brexit. Hjónabandsvandrćđi Hinriks 8. leiddu til ađskilnađar viđ Róm en ekki trúarsannfćring.
Norđur-Evrópubúar samtímans sćkja innblástur í andófinu gegn ESB til Bandaríkjanna. Ţar er rísandi stjarna kaţólskur hommi sem gortar af svörtum elskhugum. Milo Yiannopoulos heitir hann og er á sama aldri og Jesús ţegar hann var krossfestur. Í viđtali viđ BBC greinir Yiannopoulos ţrjár forsendur siđbótarhreyfingar samtímans: a. múslímavćđing vesturlanda, b. alţjóđavćđing í anda ESB og c. hömlur pólitíska rétttrúnađarins á tjáningarfrelsi.
Yiannopoulos veldur óeirđum međ fagnađarerindi sínu, sem m.a. felst í fordćmingu á femínisma. Í bandarískum spjallţáttum kallar hann fram ,,fokk jú" viđbrögđ frá ráđsettum miđaldra karlmönnum.
Yiannopoulos er líkt og góđvinur hans, Trump forseti, birtingarmynd siđbreytingar vesturlanda.
Ţeir félagar eru líka bođberar válegra tíđinda. Mótmćlahreyfingin á árnýöld samdi friđ viđ kaţólikka í Ágsborg 1555 undir formerkjum fursti rćđur trú, cujus regio, ejus religo. Ferđabann Trump á ţegna sjö múslímaríkja var hafnađ af rétttrúnađarkirkju frjálslyndra sem fengu dómsúrskurđ sér í vil. Fursti sem rćđur ekki eigin landamćrum er harla lítils virđi. Trump bođar stríđ til ađ endurheimta frumkvćđiđ.
Friđurinn frá Ágsborg var úti ţegar Evrópa hóf 30 ára stríđiđ á fyrri hluta 17. aldar. Ţegar vopnaskakinu linnti ţurfti sérstaka fundi til ađ finna ágreiningsmálin. Í hita leiksins höfđu ţau gleymst.
Vesturlönd eru á leiđ inn í nýtt 30 ára stríđ ţar sem deiluefnin eru óljós og framtíđarsýn allra málsađila óskýr. Nóbelsverđlaunahagfrćđingurinn Joseph E. Stiglitz er til marks um ađ viđtekin heimsmynd er á hverfanda hveli. Stiglitz er hógvćr mađur međ skýra hugsun og einbeittar skođanir. Hann skrifađi á síđasta ári bók um ađ gjaldmiđill Evrópusambandsins, evran, sé ónýt. Hann bođar endurbćtur, ekki byltingu.
En hvađ segir Stiglitz um Trump? Ekkert, nema ađ Trump sé vođalegur mađur. En ţađ vita allir. Menn eins og Stiglitz eru hćgfara umbótamenn á byltingartímum. Sagan kennir ađ slíkir menn fá ekki hljómgrunn ţegar eitt hugmyndakerfi er í fćđingu en öđru hnignar. Byltingar eru tímar hávađamanna og lćtin drekkja hófsamri orđrćđu. Og ţví miđur eru byltingar sjaldnast án ofbeldis og blóđsúthellinga. Festiđ beltin, framundan er hlykkjóttur vegur međ hárri slysatíđni.
![]() |
Varar viđ uppgangi popúlista |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.