Fjölmiðlar styrkja Trump

Samfélagsmiðlar eru sjórnlausir og fjölmiðlar draga dám af stjórnleysinu. Þar sem áður voru fagmenn er hvorttveggja í senn tryggðu lágmarksgæði og stýrðu aðgangi að opinberri umræðu er öllum frjáls aðgangur að umræðunni með hvaða hrat sem er, skáldaðar fréttir þar á meðal.      

Donald Trump virkjar andúð fjölmmiðla til að ná eyrum almennings, sem jafnan leiðir stjórnmálaumræðu hjá þér. Fjölmiðlar birta allt sem frá Trump kemur til að sýna fram hve langt frá viðteknum stjórnmálum þau liggja.

En einmitt þar er Trump sterkastur. Hann beinlínis gerir út að stunda ekki viðtekin stjórnmál, sem hann segir hafa snuðað almenning í þágu elítunnar, - sem einnig stjórni fjölmiðlum.

 


mbl.is „Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heimurinn hefur áður átt þjóðarleiðtoga sem gera út á að stunda ekki viðtekin stjórnmál, að segja það sem fólkið vill heyra, sama hver steypan er. 

Og er það bara í góðu lagi?

Ómar Ragnarsson, 19.2.2017 kl. 11:24

2 Smámynd: Mofi

Ómar, hefur ekkert gerst eða breyst í Svíðþjóð?

https://www.youtube.com/watch?v=CrSIKDpHmq4

Mofi, 19.2.2017 kl. 13:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, múslimi framdi þar hryðjuverk í fyrrakvöld að sögn Bandaríkjaforseta. 

Síðan er það að sjálfsögðu "falsfrétt" að morð hafi verið álíka mörg þar síðustu sjö árin. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2017 kl. 17:20

4 Smámynd: Mofi

Ómar, eru með heimild fyrir því?

Mofi, 19.2.2017 kl. 17:33

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta með álíka mikinn fjölda morða er fullyrt í sænskum fjölmiðlum í dag, en þeir eru auðvitað falsfréttamiðlar.

Enn hefur ekkert frést nánar um það sem gerðist af völdum innflytjenda í Svíþjóð

í fyrrakvöld og var svo svakalegt, að Bandaríkjaforseti lagði á það sérstaka áherslu í ræðu sinni á fjölmennum útifundi. 

Hann hefur ekki leiðrétt þessa frétt sína né sagt orð um hana síðan, þannig að hún skoðast sem staðreynd, því að "falsfréttamiðlarnir" hafa greinilega þaggað hana niður. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2017 kl. 19:06

6 Smámynd: Mofi

Well, þú þá segir að fólkið sem var tekið viðtal við þarna í myndbandinu sem ég benti á er þá að ljúga, svo einhver er að ljúga.

Mofi, 19.2.2017 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband