Miðvikudagur, 15. febrúar 2017
Falsfrétt ráðuneytis um kynbundinn launamun
Velferðarráðuneytið hagræðir tölum til að láta líta svo út að konur fái lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar. Blekkingin felst í því að nota hráar tölur um ólík störf og líta framhjá þeirri staðreynd að ólík störf gefa ólík laun - burtséð frá hvort það sé karl eða kona sem vinni þessi störf.
Lykilefnisgrein í falsfrétt ráðuneytisins er eftirfarandi:
Launarannsókn Hagstofu Íslands (árið 2015) sýnir að þegar borin eru saman regluleg laun karla og kvenna, þ.e. laun fyrir dagvinnu, hafa karlar að jafnaði 17,4% hærri laun að meðaltali en konur. Í þessum samanburði er ekki leiðrétt fyrir launamun sem skýra má með málefnalegum breytum, s.s. menntun og mannaforráðum o.fl. Þegar horft er til heildarlauna mælist munurinn enn meiri, eða 21,5% körlum í vil.
Með því að taka tölur þar sem ekki er reiknað með að sumir vinna hlutastörf, einhverjir séu við ræstingar og símavörslu á meðan aðrir eru deildarstjórar og forstjórar, þá fæst launamunur milli karla og kvenna. Það er verið að bera saman appelsínur og epli. Gylfi Magnússon hagfræðingur útskýrir muninn á milli leiðrétts og óleiðrétts launamunar.
Í skýrslu Hagstofunnar, sem velferðarráðuneytið vitnar í, kemur fram á bls. 9 að karlar og konur starfa í mismunandi atvinnugreinum og í mismunandi störfum innan þeirra og það skýri launmuninn.
Falsfrétt velferðarráðuneytisins tekur sem sagt tölur um launamismun ólíkra starfa og heimfærir þær tölur upp á launamismun karla og kvenna. Launamunur milli starfsgreina og starfa innan þeirra er allt önnur umræða en launamunur milli kynja. Þetta er vísvitandi blekking og ólíðandi að stjórnarráðið skuli stunda slíka iðju.
Kynbundinn launamunur sagður staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.