Stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs

Á Eyjunni/ÍNN eru skór settir á pælinguna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson íhugi að stofna stjórnmálaflokk. Orð fyrrum formanns Framsóknarflokksins má skilja þannig að flokkurinn sé á skilorði.

Framsóknarflokkurinn er í pólitísku tómarúmi og dólar sér í tíu prósent fylgi. Engra afreka er að vænta af flokki sem gerir út á pólitískan ósýnileika.

Tveir flokkar eru í sæmilega góðum málum þessi misserin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Hinir fimm eru meira og minna í tómu tjóni.

Róttækur miðjuflokkur gæti svarað kalli eftir sýnilegri pólitík, sem Framsóknarflokkurinn stundaði með Sigmund Davíð í brúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allir að hugsa um flokkagróða og tilheyrandi eftirlitslaus lögmannagróða-spillingarplön, með "samvinnufélaginu" í lögmannavörðu dómsstólamafíuormagryfjunni?

Enginn að hugsa um samfélagsheildarinnar skatt/lífeyrssjóðs-rændra og kaupmáttarsvikinna gróða/velferð, óháð flokkagróðasérhagsmunum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2017 kl. 18:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir því sem ég kemst næst lesandi í pælingar fréttamanna,er hefðbundin flokka-pólitík á undanhaldi bæði hér og víða í Evrópu. Þannig er gamli íslenski fjórflokkurinn ekki svipur hjá sjón og fast fylgi hans ekki til að reiða sig á. Forysta þeirra er auk þess miklu uppteknari að vera í hverskonar utanþjóðarsambandi og heimalingarnir mega sín lítils nema að freysta þess að stofna nýtt kosninga afl sem sameinar hægri miðjuna í einn stóran rammíslenskan flokk. Hver væri betur til þess fallinn en en einmitt Sigmundur Davíð (og gamlir afburða menn) og þeir fjölmörgu sem vilja/þrá sjá Ísland blómstra á ný. --       

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2017 kl. 20:16

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helga mín. Samfélag og lýðræði byggist ekki á sundrandi flokkum, sem vita hvorki hvaðan þeir eru að koma, né hvert þeir eru að fara.

Á Íslandi eru það ekki pólitískir flokkar sem stýra för.

Alþingi og ríkisstjórnar-blekkingarleikritið hefur ekkert raunverulega með það að gera, hvað gerist á Íslandi.

Það eina afl sem getur haft eitthvað með stjórnsýslunnar verkana áhrif að gera, er hver og einn ábyrgur og gagnrýnandi kjósandi í lýðræðisríkinu. Tjáningarfrelsið og aðhalds-gagnrýnifrelsið, á hverjum degi allra áranna milli alþingiskosninga, er mjög vanmetið í lýðræðisríkinu Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2017 kl. 21:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú hefur alltaf mikið til þíns máls elskan,M.b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2017 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband