Fimmtudagur, 9. febrúar 2017
Vinstri grænu mistökin jólin 2016
Það voru mistök að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir mynduðu ekki ríkisstjórn um síðustu jól.
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru stærstu flokkarnir, hvor af sínum væng stjórnmálanna.
Enginn einn ber ábyrgð á mistökunum og þýðir ekki að gráta það sem orðið er.
En ástæða er til að óska Vinstri grænum til hamingju með að fá staðfestingu í hverri könnunni á fætur annarri að þeir eru leiðtogar stjórnarandstöðunnar.
Vinstri græn mælast stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski var það klókt hjá Katrínu að taka ekki þátt í stjórn með Sjómannverkfall yfirvofandi og leyfa öðrum að kljást við það, ríkisstjórn BB er að öllum líkindu of veik til að geta beitt sér í því og kannski verður það hennar banabiti.
Hrossabrestur, 9.2.2017 kl. 14:26
Það má auðvita segja svoleiðis að það hafi verið klókt af Katrínu að hika og þora svo ekki.
En ekki er mikil reisn yfir því fyrir manneskju sem langar til að mark sé á sér tekið að þora svo ekki að gera það sem hún var kosin til.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.2.2017 kl. 17:58
Já Hrólfur þú segir nokkuð, núna held ég að við séum að horfa upp á hversu sundrað liðið er á alþingi og styrkurinn of lítill til að taka á málum, ekki ætla ég mér að skera úr um það hvorir valda öðrum fremur útgerðamenn eða sjómennn en í þessu andrúmlofti er hætt við að lýskrumararnir láti heldur betur í sér heyra.
Hrossabrestur, 9.2.2017 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.