Grexit á eftir Brexit; síðast kemur ESB-exit

Grikkjum verður ýtt úr Evrópusambandinu en Bretar ákváðu sjálfviljugir að hætta í sambandinu. Brexit skóp fordæmi fyrir úrsögn og þarf af leiðir er þröskuldurinn lægri fyrir næsta ríki út, þ.e. Grexit.

Grikkir eru enn í kreppu eftir bráðum áratug í gjörgæslu. Skuldir ríkisins eru ósjálfbærar en enginn áhugi er að lækka þær með pennastriki í Brussel. Aðrar skuldugar þjóðir kæmu í kjölfar Grikkja og heimtuðu sama pennastrik á sínar skuldir.

Eftir Grexit verður komin svipa á aðrar ESB-þjóðir um að hlýða Brussel-valdinu eða hljóta verra af. Samhliða munu kjarnaríki ESB knýja á um auka miðstýringu. Það þýddi endalok Evrópusambandsins eins og það er í dag - ESB-exit.


mbl.is Auknar líkur á brotthvarfi Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband