Hagsýn húsmóðir er lofsyrði

,,Kvennalistinn leggur til forsjálni og fyrirhyggju hinnar hagsýnu húsmóður," skrifar Sigríður H. Sveinsdóttir í grein í Dagblaðið Vísi árið 1983 undir yfirskriftinni Konur og atvinnumál.

Augljóst er að hugmyndin um hagsýna húsmóður er jákvæð og ætti að vera það. Húsmóðir er stórt orð, móðir hússins, sem synd væri að gera að hnjóðsyrði. Og hagsýni verður seint lagt nokkrum til lasts.

Þingmaðurinn sem gagnrýndi fjármálaráðherra hljóp á sig. Og óþarfi af ráðherra að biðjast afsökunar. Nema hann hafi meint eitthvað allt annað en hann sagði. Stjórnmálamenn eiga það til.


mbl.is „Hinar hagsýnu húsmæður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband