Mánudagur, 6. febrúar 2017
Lygi til varnar lýðræðinu
Að því marki sem teikning Der Spiegel sýnir líkindi milli Donald Trump og hryðjuverkamanns halda á afskornu höfði er myndin lygi. Ferðabann á ríkisborgara sjö múslímaríkja er ekki það sama og að skera höfuðið af einhverjum.
Ritstjóri tímaritsins segir teikninguna til varnar lýðræðinu. Sem vekur upp spurninguna hvort lygi geti varið lýðræði.
Lýðræði verður til sem valkostur við einræði eða fámennisvald. Hvorki er Trump einráður né hluti af fámennri valdaklíku. Hann er lýðræðislega kjörinn. Almennt er viðurkennt að þjóðríki ráði landamærum sínum og setji reglur um hverjum er hleypt inn fyrir þau. Allt frá 19. öld hafa Bandaríkin sett ýmsar reglur um hverjir megi koma til landsins - og jafnvel hvert Bandaríkjamenn mega fara, sbr. ferðabann á Kúbu.
Engu að síður finnst ýmsum Trump vera ógn við lýðræðið og grípa til lyga að verja það. Í huga þessa fólks hlýtur lýðræðið að vera annað en lýðræðislega kjörin stjórnvöld í þjóðríki með landamæri.
Ef landamæri eru opnuð upp á gátt og hver sem er getur farið inn og út yrði lýðræðið ekki fullkomið, eins og sumir virðast halda, heldur ábyrgðalaust. ,,Lýðurinn" ætti sér ekki samfélag með viðurkenndum stofnunum. Afleiðingin yrði stjórnleysi.
Og einmitt þangað leiðir lygin til varnar lýðræðinu: til stjórnleysis.
Til varnar lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afskaplega vel orðað og skilgreint, sem er þín von og vísa.
Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2017 kl. 12:21
Ég er sammála Helgu að þetta sé góð greining hérna hjá þér. Forsíðumynd Spiegel er talandi fyrir þá hysteríu sem gripið hefur um sig meðal vinstrimanna. Aðrir gera lítið úr honum eins og sjá má í grein NYT sem er þýdd og endursögð á öðrum stað hérna á mbl.is. Fólk étur hvert upp eftir öðru og kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé morðóður hundur, nú, eða hégómlegur kvartviti.
Í mínum huga er hann ekki sérlega aðlaðandi persóna, en hefði ég haft kosningarétt í BNA eru allar líkur á að ég hefði frekar kosið hann en siðlausa lygakvenndið Hillary. Í það minnsta er hann að standa við kosningaloforð sín og ég efa að hann eigi eftir að reynast sami sleipi snákurinn sem Obama var.
Stundum eru valkostirnir bara ekki mjög geðslegir.
Ragnhildur Kolka, 6.2.2017 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.