Sunnudagur, 5. febrúar 2017
Góðæriskreppan
Í landinu er góðæri með síhækkandi kaupmætti, engu atvinnuleysi og lágri verðbólgu. Samt er kreppa á vinnumarkaði. Hvers vegna?
Jú, í góðæri þykir sjálfsagt að gera kröfur byggðar á framhaldi góðæris, sem allir vita þó að lýkur með hallæri.
Þá fáum við hallærisvöxt sem byggir á hörðum efnahagsstærðum.
Tímabilið á milli góðæriskreppu og hallærisvaxtar má kenna við froðu þegar deilt er um ímynduð verðmæti. Við erum núna á froðutíma.
Bjarni: Þróa þarf leiðir til að komast úr öngstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er tómt froðusnakk hjá þér Páll. Sjómenn eru á hlut, ekki launum. Það er kjarni málsins og það virðist enginn hafa vit á því að hífa það inn í hausinn á sér.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.2.2017 kl. 18:00
Og hvernig tengist sjómannaafsláttur hlutaskiptakerfinu?
Páll Vilhjálmsson, 5.2.2017 kl. 19:19
Ég veit ekki betur en sjómenn séu að sækja ígildi sjómannaafsláttar til útgerðarinnar. Það er ekki verið að sækja þá kröfu til ríkisins, svo það sé á hreinu!
En skoðum þetta mál örlítið.
Árið 1957 stóðu sjómenn í kjarabaráttu við sína atvinnurekendur. Þegar allt var komið í hnút var sú deila leyst með þeim hætti að ríkið kom að borðinu. Tilboð þess var að sjómenn gætu fengið skattafslátt af hluta sinna launa. Þetta leysti deiluna. Það liggur því skýrt fyrir að þegar sjómannaafslátturinn var settur á þá var það bein íhlutun í kjarasamning, gerð til hjálpar útgerðinni.
2009, þegar þáverandi ríkisstjórn tók þennan afslátt af, einhliða, var það auðvitað brot á kjarasamningi sjómanna. Það sem sett er í kjarasamning til að leysa kjaradeilu, verður ekki tekið þaðan út einhliða, sama hver á í hlut. Því miður tóku sjómenn ekki á þessu samningsbroti þá. Því er nú verið að sækja bætur vegna þessa brots á kjarasamningnum. En sjómenn eiga ekki í kjaradeilu við ríkið, heldur útgerðina. Því geta þeir einungis sótt þessar bætur til hennar.
Í millitíðinni, frá 1957 til 2009, náðu flest eða öll stéttarfélög á almennum markaði inn í sína kjarasamninga sérstakri greiðslu, ef unnið væri langt frá heimili, þannig að ekki gæfist kostur á að komast í faðm fjölskyldna, að vinnudegi loknum. Sjómenn hafa aldrei fengið slíkar sérstakar greiðslur, enda litið á sjómannaafsláttinn sem ígildi þeirra. Þó lá alltaf fyrir að ígildi sjómannaafsláttar næði aldrei sama gildi og sérstaka greiðslan sem stéttarfélögin höfðu náð fyrir landverkafólk og iðnaðarfólk sem vann í landi.
Eins og áður segir, þá eiga sjómenn einungis kröfu á útgerðina, í kjarasamningum. Því geta þeir ekki, gegnum þá sótt eftir sjómannaafslætti til ríkisins. Því er sótt eftir sambærilegri greiðslu og landfólk fær, til útgerðarinnar. Sjómannafslátturinn var settur á fyrir útgerðina, á sínum tíma. Það er því hennar að bæta upp tapið þegar ríkið vill ekki lengur styðja hana með niðurgreiðslu launa.
Ég ætla síðan ekki að skrifa um það sem ríkisstarfsmenn fá, þegar þeir þurfa að vinna burt frá sínu sveitarfélagi, hvað þá þingmenn!!
Gunnar Heiðarsson, 5.2.2017 kl. 20:36
Það má bæta því við annars ágæta yfirreið Gunnars að þetta var sett á til að hægt væri að manna skip á sínum tíma. Það fékkst enginn um borð og reyndar var það svo að megnið af útilegubátunum, salt á Grænlands og Nýfundnalandsmiðum, var mannaður að stórum hluta af Færeyingum á þessum tíma.
Sindri Karl Sigurðsson, 5.2.2017 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.