Laugardagur, 4. febrúar 2017
Góða fólkið með alvarlega hótun
Talsmaður góða fólksins birtir samborgunum sínum alvarlega hótum sem mun halda okkur milli vonar og ótta um langa framtíð. Hótunin er svo alvarleg að hún kallar á málþing, ráðstefnur og fjöldafund á Austurvelli.
Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi og listamannalaunþegi hótar sem sagt að mæla ekki styggðaryrði um Bandaríkjaforseta nema vinur hans fái hæli á Íslandi.
Ég fyrir mitt leyti stend höggdofa yfir þessu sverði Demóklesar sem sveiflað yfir höfði okkar. Á sem sagt ekki að hallmæla Trump einu orði? Ég meina við erum öll miður okkar, Andri Snær. Plís, kæri forsetaframbjóðandi, bara eitt styggðaryrði frá þér um Trump myndi svo mikið bjarga deginum mínum. Það þarf ekki að vera fasisti, bara eitthvað heimagert og íslenskt. Plís...
Andri Snær: Við erum líka Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú í lagi þótt einn haldi sér saman til tilbreytingar, nóg er er af hinum blaðurskjóðunum.
Ragnhildur Kolka, 4.2.2017 kl. 23:18
Já Halldór, mann setur hljóðan yfir þeirri stórkostlegu speki sem þessi andans jöfur hefur yfir að ráða.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.2.2017 kl. 00:45
Páll æfir í manni hláturtaugarnar. Góður!
Jón Valur Jensson, 5.2.2017 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.