Samfylking í skugga Vinstri grænna

Vinstri grænir festa sig í sessi sem 15 - 20 prósent flokkur. Samfylkingin dólar sér í sjö prósent fylgi.

Um aldamótin, þegar flokkarnir tveir voru stofnaðir, átti Samfylkingin að verða 30 prósent flokkur með Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing. Vinstri grænir áttu samkvæmt forskriftinni að vera sá jaðarflokkur sem Samfylkingin er núna.

Hvað gerðist? Jú, þetta helst.

Samfylkingin veðjaði á eitt stórt málefni, ESB-aðild Íslands, og tapaði. Veðmálið byggði á kolröngum forsendum, að Ísland ætti meira sameiginlegt með meginlandsríkjum Evrópu en strandríkjum í Norður-Evrópu.

Þegar hátt er reitt til höggs verður tjónið verulegt ef höggið geigar. Samfylkingin hjó undan sér báðar lappirnar og gerði sjálfa sig að pólitískum dverg.

 


mbl.is „Við getum ekki kennt kjósendum um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Samfylkingin á sem betur fer ekki afturkvæmt sem stjórnmálaafl sem eitthvað kveður að.

Hrossabrestur, 4.2.2017 kl. 17:32

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Farið hefur fé betra.

Jónatan Karlsson, 4.2.2017 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband