Bann á reiðufé í íslenskum krónum

Reiðufé er notað í fíkniefnaviðskiptum og atvinnustarfsemi svarta hagkerfisins er jafnframt fjármögnuð með reiðufé.

En reiðufé er einnig frelsi borgaranna að geyma peningana sína þar sem þeir vilja, undir koddanum ef ekki vill betur.

Ef fjármálaráðherra ætlar að banna reiðufé í íslenskum krónum færast ólögmæt viðskipti yfir í gjaldeyri. Saklausir borgarar munu einnig fúlsa við krónunni og velja gjaldeyri og rafeyri. Kannski er það einmitt markmið fjármálaráðherra, sem er þekktur hatursmaður krónunnar.


mbl.is Vill banna launagreiðslur í reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvernig lýst þér á framtíðina?  Reiðufé í dollurum?

Ásgrímur Hartmannsson, 1.2.2017 kl. 18:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjármálaráðherra talaði ekki um að banna reiðufé alfarið, heldur aðeins að laun séu greidd í reiðufé. 

Það er ansi langsótt skýring að sú hugmynd sé tilkomin vegna haturs ráðherrans á krónunni. 

Ómar Ragnarsson, 1.2.2017 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband