Gyðingaandúð góða fólksins

Verkfræðinemi sótti um skólavist í Kanada við virtan tækniskóla á sviði trésmíði og hönnunar. Hann fékk í fyrstu góðar viðtökur og undirbjó sig m.a. með því að kaupa sér námsgögn. En þegar ganga átti frá námsvistinni komu þessi skilaboð

vegna deilna og ólöglegra landnemabyggða á þessu landssvæði tekur skólinn ekki við umsóknum frá Ísraelum.

Verkfræðineminn er sem sagt gyðingur. Ríkisstjórn Ísraels deilir við samtök Palestínumanna um yfirráð yfir tilteknu landssvæði en verkfræðineminn á enga aðild að málinu.

Jerusalem Post segir frá samskiptum Stav Daron, verkfræðinemans, við kanadíska skólann. Góða fólkið í Kanada sagðist í tölvupósti verða að standa með siðferðilegri afstöðu sinni.

Siðferðileg afstaða góða fólksins í kanadíska skólanum er eftirfarandi: gyðingar með ísraelskt ríkisfangs eru óvelkomnir vegna deilna ísraelsku ríkisstjórnarinnar við nágranna sína.

Ef við skiptum út gyðingi fyrir múslíma og Ísrael fyrir Sýrland/Írak/Íran/Sómalíu/Líbýu/Jemen eða Súdan myndi málið vitanlega horfa allt öðru vísi við góða fólkinu.

 


mbl.is Jafngildi „stríðsyfirlýsingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Páll. Öfga vinstrið þegir þunnu hljóði þegar málin snúa svona, en hefðu farið úr límingunum hefði téð mál verið á þann veg sem þú réttilega lýsir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.1.2017 kl. 16:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er herskilda í Ísrael og allir ungir menn eru í hernum. Ef við setjum upp dæmið að þetta væri palestínumaður. Þá fengi hann ekki að fara til Kanada nema með sérstöku leyfi Ísrael. Þar sem allir sem flugvellir, hafnir og vegir út frá svæðum Palestínumanna eru undir yfirráðum Ísraels.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2017 kl. 18:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öll þjóðin er að umbreytast og sást best á þingi í dag. Drulluhalar komast í ráðherraembætti og eru með það sama orðnir samdauna samöfga vinstrinu.Leysum upp þetta þing sem virðir hvorki stjórnarskrá né fólkið sem kýs það. Hvað þá? setjum óbreytta alþýðuna til öndvegis og verum fljót að því.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2017 kl. 19:14

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Áhugavert. Hatrið á Ísrael nær nú líka til Íslands. Hins vegar er dýpra hatur hér innanlands á bændum, landsbyggðarfólki og Framsóknarflokknum. Það er grasserandi í 101, en það hlýtur að vera réttmætt því það er í hjarta góða fólksins og hefur verið þar í áratugi. Allt í anda Evrópuhugsunar og að allir skuli vera jafnir. 

Sigurður Þorsteinsson, 31.1.2017 kl. 23:39

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Sigurður þannig er það.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2017 kl. 23:55

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Israel hefur aldrei haft frið,þótt samið hafu verið þá eru það Arabar sem brjóta það.Einn merkilegasti þjóðhöfðingi sem uppi hefur verið Golda Meir sagði:
"We can forgive the Arabs for killing our children,We cannot forgive them forcing us to kill their children"  

Ár og áratugi hefur það verið svona.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2017 kl. 01:45

7 Smámynd: Valur Arnarson

Tekið skal fram að kortið sem Þorsteinn birtir hér er mjög villandi. Það gerir ráð fyrir því að Palestínu Arabar hafi átt landið árið 1946 sem er ekki rétt.

Palestína var allt í eigu Breska heimsveldisins á þessum tíma en var svo afhent sameinuðu þjóðunum. Á þeim tíma bjuggu bæði Arabar og Gyðingar í landinu. Svo myndin lengst til vinstri er röng.

Við þetta má svo bæta að tillaga sameinuðu þjóðanna árið 1947 um skiptingu landsins (mynd næst lengst til vinstri) gekk ekki eftir vegna þess að Arabar vildu ekki viðurkenna ríki Ísraels. Þeir litu á Gyðinga sem innflytjendur í landinu sínu - sem átti að vera ríki byggt á íslömskum hefðum og venjum. Það ástand er viðvarandi enn þann dag í dag, þ.e. Arabar neita að viðurkenna tilvist Ísraels. Það er m.a. ástæða þess að ekki er hægt semja.

VARÚÐ: Þessi athugasemd gæti orsakað mjög langt svar frá Þorsteini sem inniheldur orðin "Zionisti" "Ísrael" "Rasisti" "Omega TV" ásamt mikið af stórum myndum, bláum tenglum með stórum stöfum og bara allskonar skrítið dót.

Valur Arnarson, 1.2.2017 kl. 10:32

8 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn,

Breska heimsveldið afhenti landið til sameinuðu þjóðanna. Það var kosið um tillöguna, öll Arabaríkin kusu gegn henni. Gyðingar samþykktu tillöguna.

Það er ekki hægt að rökræða við fólk eins og þig sem afneitar einföldum sagnfræðilegum staðreyndum.

Valur Arnarson, 1.2.2017 kl. 12:57

9 Smámynd: Valur Arnarson

Ó nei, stóru bláu tenglarnir komnir !

Það þýðir ekkert fyrir mig að vitna í heimildir vegna þess að þú afgreiðir þær jafnóðum sem "Zionista áróður". Reyndar þá eru allir sem mótmæla þér "Zionistar" en það er önnur saga - og erfiðara að eiga við.

Valur Arnarson, 1.2.2017 kl. 14:41

10 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta er áskorun til þín Þorsteinn, hún barst hingað til Zionista Omega rétt í þessu:

Skorað er á Þorstein að svara eftirfarandi spurningu:

Hvenær hafa Palestínu Arabar verið með yfirráð yfir Palestínu - á hvaða tímabili ?

Dúmm dúmm dúmm dúmm... Línan er laus...

Valur Arnarson, 1.2.2017 kl. 20:58

11 Smámynd: Valur Arnarson

hmmmm....

Svo Palestínu Arabar voru með yfirráð yfir Palestínu á sama tíma og Ottómann veldið. Svarið við spurningunni er sem sagt aldrei.

Áhorfendur Omega TV urðu fyrir vonbrigðum með þig núna Þorsteinn, þú brást þeim.

Svo ertu byrjaður í Opinberunarbókinni, alveg eins og þegar þú varst orðin reiður á síðunni hans Tómasar, það veitir ekki á gott.

Valur Arnarson, 2.2.2017 kl. 09:32

12 Smámynd: Valur Arnarson

Jæja Þorsteinn,

Það er stutt í dónaskapinn hjá þér. Á ég að fara að búa til færslu um þig og þína stórfurðulegu dinti ? "Ómerkilegur og lygin" í alvöru ? Er þetta það sem þú hefur til málanna að leggja ? Skrítið þá að þú skulir vera að svara mér ?

Óttoman veldið hertók Palestínu í snöggu áhlaupi í bardaganum um Marj Dabiq en þau átök voru við Mamlukana (Shahin (2005), p. 12.)Walid Khalidi (1984). Before Their Diaspora. Institute for Palestine Studies, Washington DC. pp. 28–29. ISBN 0-88728-144-3.) . Þetta var árið 1486, ekki ertu að reyna að halda því fram að Palestínu Arabar séu afkomendur Mamlokana ? Því ef svo er þá ertu ekki bara dónalegur heldur líka stórskrítinn.

Valur Arnarson, 2.2.2017 kl. 15:59

13 Smámynd: Valur Arnarson

Ég geri það sem mér sýnist og ég mun leiðrétta rangfærslurnar frá þér hvar og hvenær sem er, Þorsteinn. Það geta allir séð hvor okkar hefur rétt fyrir sér. 

Valur Arnarson, 2.2.2017 kl. 18:49

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er orðið langur umræðuhali, þó ég sé nú hræddur um að seint verði komist að niðurstöðu. Ef einhver okkar finnur lausn á þessu deilumáli sem staðið hefur í meira en 100 ár, þá eru Nóbelsverðlaunin vegna friðar í húsi hjá þeim hinum sama og heimsfrægð. Þannig að það er að miklu að keppa.

Án gríns, langar mig að beina spurningu til Þorsteins.

Þú segir hér fyrr, að Palestína hafi orðið "svona sérstakt Arabaland" í lok sjöundu aldar. Þegar Arabar hernámu Palestínu.

Síðan segirðu að Palestína hafi orðið hérað í Ottómanveldinu 1516. Þá væntanlega varð það "svona sérstakt Tyrkjaland" (eða Tyrkland?) Aftur, þegar Ottómanar hernámu Palestínu.

Geturðu þá ekki (og verðurðu þá ekki) að fallast á að Vesturbakkinn og Gaza, hafi orðið Gyðingaland, þegar Gyðingar hernámu þann hluta Palestínu/Ísraels?

Sem sagt, að þú viljir meina, að land verði eign þeirrar þjóðar eða hóps sem hernemur það hverju sinni?

Theódór Norðkvist, 2.2.2017 kl. 20:31

15 Smámynd: Valur Arnarson

Þetta skrifaði ég 1.2.2017 kl. 10:32:

"VARÚÐ: Þessi athugasemd gæti orsakað mjög langt svar frá Þorsteini sem inniheldur orðin "Zionisti" "Ísrael" "Rasisti" "Omega TV" ásamt mikið af stórum myndum, bláum tenglum með stórum stöfum og bara allskonar skrítið dót."

Mér sýnist allt af þessu hafa ræst og heldur verið bætt í og nú er umræddur Þorsteinn farinn að kvarta yfir því að viðmælendur hans ýmist "klíni upp á hann lygi" eða séu sekir um "lygar og ómerkilegheit".

Það er auðvitað ekki hægt að tala við svona fólk.

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 10:41

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn.

Til hamingju með það að hafa bara sett inn þrjár skjáfyllir af tenglum nú síðast, það eru framfarir.wink

Ég biðst velvirðingar ef þú upplifir að ég hafi verið að ljúga upp á þig. Það var alls ekki ætlunin. Þó var ég einungis að fara eftir því sem þú sjálfur sagðir:

Palestína varð aðallega Arabískt og íslamska land í lok sjöundualdar og fram til ársins 1516, en eftir 1516, er Palestína orðin þekkt hérað í Ottómanaveldinu.

Þetta voru þín orð. Það er viðurkennd söguleg staðreynd, að Arabar (aðallega múslimar) juku sitt landssvæði nánast undantekningalaust með sverðinu. Það voru sem betur fer ekki til öflugri vopn á þeim tíma. Sama er óhætt að fullyrða um Ottómanveldið. Annars hefði það bara ráðið yfir Tyrklandi og kannski ekki einu sinni öllu Tyrklandi, þekki ekki alveg nógu vel söguna til að fullyrða um það.

Hvers vegna var þá rangt hjá mér að telja að þú álítir Palestínu hafa orðið arabískt og íslamskt land í lok sjöundu aldar og Ottómanveldisins eftir 1516, með hernaði?

Þess vegna spyr ég þig, er það sem sagt ekki þín skoðun? Ef ekki, hvernig eignuðust þessir aðilar landið? Nú vil ég fá skýr svör, helst ekki yfir einni skjáfylli á 24ra tommu skjánum sem ég skrifa þetta á.

Þú virðist hinsvegar telja mig vera þeirrar skoðunar að Gyðingar eigi þetta land. Gerist þar með sekur um það sama og þú sakaðir mig um, en látum það liggja milli hluta. Kannski mátti lesa það út úr mínum orðum, en þá hef ég ekki verið nógu skýr.

Sannleikurinn er sá að ég hef bara alls enga skoðun á því. Ég hef ekki verið skipaður barnapía yfir stríðandi fylkingum í Miðausturlöndum. Hinsvegar væri þess óskandi að þeir sem hafa sterkar skoðanir á ástandinu þar, væru þeirrar skoðunar að sömu reglur ættu að gilda um alla. Ef það ættu allar þjóðir sem hafa lagt undir sig landssvæði "ólöglega" eða með hervaldi, hvernig sem við skilgreinum það, að hypja sig, þá væri sennilega engin þjóð eða kynþáttur eftir í sínu núverandi landi.

Theódór Norðkvist, 3.2.2017 kl. 12:13

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er hinsvegar sammála þér um að eitthvað þurfi að gera fyrir kristna Palestínuaraba. Ég held reyndar að þeim stafi mest hætta af "bræðrum" sínum sem eru múslimatrúar, án þess að ég neiti því að Gyðingar ofsæki þá líka. Það gera þeir, eftir því sem ég hef lesið.

Theódór Norðkvist, 3.2.2017 kl. 12:15

18 Smámynd: Valur Arnarson

Já já Þorsteinn, allir sem eru ósammála þér eru ómerkilegir lygarar og sekir um að klína upp á þig lygi. Aumingja Þorsteinn, allir svo vondir við hann. Allir vondu Zionistarnir. Þessu verður örugglega öllu komið til skila til Omega TV og örugglega gerður sér þáttu um þetta allt saman.

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 12:16

19 Smámynd: Valur Arnarson

Bíddu nú við Þorsteinn, ertu að tala um þegar ég sagði þig vera í sértrúarsöfnuði ? Mér sýnist á því hvernig þú lætur hér það ekki vera fjarri lagi. Ég tók færsluna niður vegna þess að þú varst orðin sár, farinn að blanda fjölskyldu minni og vinnu í málið og sagðist ætla að mæta í jarðaförina mína - hvað sem það nú þýðir.

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 13:14

20 Smámynd: Valur Arnarson

93% Palestínumanna eru múslimar.

Heimild:

"Are all Palestinians Muslim?". Institute for Middle East Understanding. Retrieved 16 April 2014.

6% eru kristnir.

Heimild:

"FACTBOX – Christians in Israel, West Bank and Gaza". Reuters. 10 May 2009. Retrieved 11 January 2014.

Ekki að þetta skipti öllu máli en rétt skal vera rétt. Aðal málið er að Palestínu Arabar hafa aldrei verið með yfirráð yfir neinu landi í Palestínu. Aldrei.

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 14:18

21 Smámynd: Valur Arnarson

Fyrsti tengillinn virkar ekki. Birti hann hér aftur:

https://imeu.org/article/are-all-palestinians-muslim

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 14:26

22 Smámynd: Valur Arnarson

Hvað segirðu Þorsteinn, var fólk að hringja í þig ? Þú hefðir náttúrulega átt að bjóða þeim í söfnuðinn. Annars skil ég ekki hvers vegna það er svona mikilvægt fyrir þig að eitthvað ákveðið hlutfall af Palestínu mönnum séu kristnir. 

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband