Guðlaugur, gyðingar og múslímar

Gyðingum er bannað að ferðast til 16 arabalanda. Sum arabalönd leyfa gyðingum að koma til landsins en ekki handhöfum ísraelskra vegabréfa.

Þegar Guðlaugur utanríkisráherra fer í þá vinnu að liðka fyrir vegabréfsáritun íslenskra múslíma til Bandaríkjanna ætti hann að kíkja í leiðinni á stöðu íslenskra gyðinga gagnvart áritun til arabalanda.

Við viljum jú ekki mismuna fólki eftir trúarbrögðum. Er það nokkuð?


mbl.is Tilskipunin veldur usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Of flókið fyrir laumukrata í Sjálfstæðisflokknum...

Guðmundur Böðvarsson, 30.1.2017 kl. 07:53

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þú gleymdir reyndar að nefna að palestínskum flóttamönnum erlendis er bannað af Ísraelskum yfirvöldum að fara aftur heim til sín. Þar eru nú um hátt í 5 milljónir manna að ræða. 

En ekkert af þessu réttlætir aðgerðir Trumps. En vissulega mætti mótmæla hinum tilfellunum líka, en það er ekkert sem komið hefur nýtt fram á meðan Guðlaugur hefur verið í ráðherraembætti.

Sigurður M Grétarsson, 30.1.2017 kl. 10:47

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi grein sem þú vitnar í segir bara frá banni á að ísraelskir ríkisborgarar ferðist til þessara landa en ekki að gyðingum sé bannað það.

Sigurður M Grétarsson, 30.1.2017 kl. 10:49

4 Smámynd: Salmann Tamimi

Gyðingar eru aldrei bannaðir að fara til nein islamisk land. Það eru þúsundir gyðinga-arabar sem búa í arabiu. Ég sem er palestinumaður fæddur og uppalin í Jerusalem í Palestina fæ ekki að snúa aftur heim til min. Margir Palestinu- islendingar fá ekki að fara í heimsokn til sína fjölskylda þar. En Trump er að læra hjá israel. Fáfræðin í þér Páll er hneyklsanlegt. Þvílikur kennari og blaðamaður.

Salmann Tamimi, 30.1.2017 kl. 11:00

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eftirfarandi er tekið úr alþjóðlega viðurkenndri síðu um ferðalög, Lonely Planet. Félagarnir Tamini og Sigurður ættu að kynna sér málin betur.

Please note that neither Israeli citizens nor anyone who has an Israeli stamp in their passport will be allowed to enter Iran, Iraq, Lebanon or Syria.

Read more: http://www.lonelyplanet.com/middle-east/visas#ixzz4XFJexd6y

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2017 kl. 12:09

6 Smámynd: Salmann Tamimi

Páll þú talaði um gyðingar. Og það er strið milli israel og þessu lönd sem þú nefnir en það er ekki yfirlýst stríð milli Bna og þessu lönd.  

Salmann Tamimi, 30.1.2017 kl. 12:38

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Er stríð milli Ísraels annars vegar og hins vegar Írans, Írak, Líbanon og Sýrlands? Þú segir fréttir. Hvað kallar þú stríð? Standa yfir hernaðarátök?

Þar fyrir utan: Í tilvitnaðri setningu segir að þeir sem eru með stimpil í vegabréfi sínu um að hafa komið til Ísrael, og þeir eru margir gyðingarnir sem heimsækja það land, eðli málsins samkvæmt, fá ekki inngöngu í þessi arabaríki.

Bandaríkin hafa lýst yfir stríði gegn herskáum múslímum. Þeir takmarka/neita vegabréfsáritunum til íbúa ríkja sem þeir telja uppsprettu herskárra múslíma. 

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2017 kl. 13:21

8 Smámynd: Valur Arnarson

Félagarnir Sigurður M Grétarsson og Salmann Tamimi eru mættir á svæðið í stríði sínu gegn hatursorðræðu - allt í boði félagshyggjunnar:

Valur Arnarson, 30.1.2017 kl. 13:25

9 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrir 70 árum var háð blóðugt borgarastríð í Palestínu á milli Gyðinga og Araba, þar voru hryðjuverk framin á báða bóga.

Þessu stríði lauk í bili með vopnahléi þar sem Ísraelsríki var stofnað og fjöldi "Palestínuaraba" hrökklaðist í burt.

Það er útbreiddur misskilningur að Ísraelsmenn hafi rekið þá í burtu, enda hefur fjöldi Araba búið í Ísraelsríki, allt frá stofnun þess.

Það má að vísu segja að hryðjuverk í arabísku þorpi hafi verið orsök að þessum landflótta, en það var framið í algjörri andstöðu við forystumenn Gyðinga.

Frásagnir af þessu hryðjuverki voru magnaðar upp og urðu til þess að mikil panik greip um sig meðal Araba. Þetta er viðurkennt af arabískum viðmælendum í heimildarþáttum sem fjalla um þetta efni.

Auk þess lofuðu "vinaríki" flóttafólkinu því að það yrði komið aftur heim til sín eftir nokkrar vikur. Sagt er að sumir flóttamenn hafi skilið fjármuni sína eftir en læst útidyrunum á eftir sér. Fjöldi afkomenda þeirra búa enn á Gaza.

Allir Gyðingar voru reknir frá Austur-Jerúsalem og Vesturbakkanum, strax 1948.

Gyðingar hafa búið í Írak frá herleiðingunni til Babýlon og í Alexandríu frá stofnun þeirrar borgar. Hve margir búa þar nú?

Fyrir 1948 munu um 700-800 þús. Gyðinga hafa búið í Arabalöndunum. Það mun rétt vera hjá Salmann Tamini að nokkur þúsund búi þar enn þá.  Mér er sagt að til sé 5000 manna Gyðingasöfnuður í Marokkó.

Það er hins vegar ekki rétt hjá Salmann Tamini að þúsundir Gyðinga búi í  Sádi-Arabíu.

Múhameð spámaður lét reka þá alla í burtu á sínum tíma, nema þá sem hann hneppti í þrældóm eða lét afhöfða, þeir fengu víst að vera. 

Loks er hér tvær ágætar konur frá Arabaheiminum að ræða um Islam:The Glazov Gang-Islamic Lobbyist Saba Ahmed vs. Ex-Muslim Nonie Darwish on “Taqiyya”.

Hörður Þormar, 30.1.2017 kl. 14:21

10 Smámynd: Hörður Þormar

Hörður Þormar, 30.1.2017 kl. 14:42

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Þetta ætti nú ekki að vera frétt ef menn læsu sögubækurnar sínar.

Þessi ríki viðurkenna ekki Ísrael!  Halló.

Þegar Ísrael var stofnað, þá var það gert í óþökk eiginlega allra bara sem hagsmuni höfðu að gæta.

Það er nú vandinn þar austur frá.

Ísrael nútímans var stofnað beisiklí í óleifi þeirra sem mestra hagsmuna höfðu að gæta á svæðinu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2017 kl. 17:52

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Salmann Tamimi veit nú ekki mikið um ferðaleifi Ísraelsmanna, þarf ekki einu sinni að vera Ísraeli, heldur bara að fá stimpil í vegabréfið hjá Ísraelum, þá fær sú manneskja ekki að komast inn til Sádi Arabíu. 

Salmann Tamimi spurðu mig hvernig ég veit þetta?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband